Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Page 67

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Page 67
á landi voru raunvextir sennilega 8.5% lægri á sama tímabili. Það er - 6% raunvextir. SJÁLFSEIGNARSTEFNAN það ástand, sem hér hefur verið lýst, lagði Qrunninn að hinni svonefndu sjálfseignar- stefnu. Ekkert af grannlöndum okkar hefði get- aö byggt upp húsnæðismál sín á líkum for- sendum. f lok tímabilsins bjuggu ekki færri en 85% landsmanna í eigin húsnæði. í grannlönd- ann okkar var þetta hlutfall mun lægra. Einna flestir bjuggu í eigin húsnæöi í Bandaríkjunum, tæplega 65%. Algengt er aö 55% til 60% af íbúum vesturlanda búi í eigin húsnæði. Sums staöar er hlutfallið lægra. Lengi bjuggu til dæmis nálægt 45% Englendinga í eigin hús- næði. REYNSLA BANDARÍKJA- MANNA Reynsla Bandaríkjamanna í húsnæðismálum er athyglisverð til samanburðar við það sem gerðist hér. Þar í landi er fullkomið valfrelsi húsnæðismálum. Félagslegar lausnir eins og við eigum að venjast eru fágætar. Húsnæðis- kostnaður í Bandaríkjunum er lægri en hér á landi samanborið við laun. Af þeim sökum ættu íbúðakaup að vera auðveldari. Til dæmis má nefna að meðalstór 3 herbergja íbúð í borginni Þhoenix í Arizonaríki kostar helming af verði jafnstórrar íbúðar á Akureyri. Þó hús- næðið sé ef til vill ekki sambærilegt gefur þessi samanburöur hugmynd um að húsnæðiskaup í flestum ríkjum Bandaríkjanna ættu aö vera auðveldari en hér á landi. Þá er fyrirgreiðsla banka og lánastofnana einnig betri en viö eig- um aö venjast. Ekki er vandkvæðum bundið að afla lána til fasteignakaupa. Biðtími eftir lánum er óþekktur. f Bandaríkjunum er aðstaða þjóð- félagshópa breytileg. Svartir Bandaríkjamenn og íbúar ættaðir frá rómönsku Ameríku búa við lélegri kjör en hinir hvítu. Einungis 70% hvítra íbúa landsins búa þó í eigin húsnæði. Þrátt fyrir hærra húsnæöisverð, lægri tekjur og lé- legri fyrirgreiðslu iánastofnana búa 20% fleiri íslendingar í eigin húsnæði en hvítir Banda- 67

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.