Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Side 70

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Side 70
liðlega 370 þúsund krónur á ári eða samanlagt 1850 þúsund krónur á fyrstu 5 árunum eftir kaupin. Mánaðarleg útgjöld fjölskyldu, sem kaupir sér þriggja herbergja íbúð, eru í dag 30 þúsund krónum hærri en menn áttu að venjast á áttunda áratugnum. Við þetta bætist að verra er að afla lánsfjár. Fólk þarf að bíöa í 2 til 3 ár eftir lánum. Á skömmum tíma hafa orðið ótrú- legar breytingar til hins verra á aðstæðum fólks sem er að kaupa sér húsnæði. EKKI BJART FRAMUNDAN Þær hugmyndir sem helst eru til umræðu til lausnar á húsnæðisvandanum eru ekki líklegar til að jafna þann mun sem hér hefur verið lýst. Ef húsnæðiskaupendur þurfa að sækja lánsfjár- magn út á verðbréfamarkaðinn eins og tillögur hafa verið gerðar um munu vextir enn hækka. Þá eru ekki uppi hugmyndir um að auka skattafrádrátt vegna húsnæðisöflunar og hart er sótt að vextir á húsnæðislánum í opinbera kerfinu verði hækkaðir. Þetta leggst á eitt um að gera aðstæður þeirra erfiðari sem eru að afla sér húsnæðis í fyrsta sinn eða stækka við sig. Hagur þeirra hefur ekki verið verri undan- farinn aldarfjórðung. 39 Stefán Ingólfsson er rekstra rverkfræð ingur frá Danmarks Tekniske Hogskole, 1972. Hann hefur mikið fjallað um málefni fasteigna, þar á meðal húsnæðismál. Stefán starfaði lengi hjá Fasteignamati ríkisins. > Nú starfrækir hann eig- ið ráðgjafarfyrirtæki. fifi Veljið rafbúnað sem hentar umfiverfinu Söluumboð Skipholti 29a Pósthólf 92 121 Reykjavík Sími 16694/27088

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.