Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Síða 80

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Síða 80
▲ SVÆÐISSKIPULAG EYJAFJARÐAR Forsendur-horfur-markmið. Svæöisskipulag er þaö kallað þegar fleiri en eitt sveitarfélag sameinast um gerð sameiginlegs skipulags þar sem mörkuð er stefna í samgöngumálum, landnotkun og landnýtingu innan svæðisins. Sveitarfélögin við Eyjafjörö hafa nú fengið til umfjöllunar tillögu að svæðisskipulagi Eyja- fjarðar sem samvinnunefnd á vegum sveitarfé- laganna hefur unnið að frá því í október 1983. Tillögunni fylgir rúmlega 200 síðna greinar- gerð náttúruminjakort og skipulagskort. Pað er Sigurbjörn Hallsson skipulagsfræðingur sem vann að þessu verkefni fyrir samvinnunefndina og lauk hann vinnu sinni í árslok 1986, en mik- ill tími hefur síðan farið í prentun og frágang tillögunnar. Greinargerð með tillögunni er viðamikiö verk og víða komið við. f inngangi er tekið fram að hún sé lokaáfangi þess að auövelda Samvinnu- nefndinni og einstökum sveitarstjórnum það verkefni að meta ástand og horfur veigamikilla þátta í þróun Eyjafjarðarsvæðisins. Petta er gert með þv(: - að meta helstu forsendur, sem leggja verður til grundvallar skipulagningu svæðisins, - að gera grein fyrir sennilegri þróun ýmissa þátta samfélagsins miðað við óbreytta pólítíska stefnu stjórnvalda, - að setja fram almenn markmið, sem stuðlað gætu að æskilegri þróun miðað við að þólitískri stefnu verði beint að þeim. Greinargerðinni er skipt í 5 heildstæða kafla með eftirfarandi yfirskriftum: 1. LANDIÐ 2. STJÓRNSÝSLA OG SKIPULAGSMÁL 3. EYJAFJARÐARSVÆÐIÐ 4. NÁTTÚRUFAR OG UMHVERFI 5. LANDNOTKUN. Ifyrsta kafla erfjallað um þjóðfélagsþróun- ina í heild og sérstaklega þá þætti er skipulagið varða. Þar er m.a. þent á að ef móta á nýja byggðastefnu, þar sem mark- visst er stefnt að jafnvægi í þyggð landsins, er ekki nægjanlegt að líta á vandamálin eins og þau birtast utan höfuðborgarsvæðisins. Þátt Reykjavíkur og nágrennis þarf einnig að skoöa. Byggðaþróun í landinu er samofin heild og íbúafjölgun umfram landsmeöaltal á einum stað felur í sér fækkun á öðrum. Eigi að efla byggð á landsbyggðinni verður það ekki gert öðruvísi en með því að draga úr þenslu á höf- uðborgarsvæðinu. ( öðrum kafla er fjallað um áætlanagerð ríkis- ins, sem hófst með stofnun Innréttinganna 1751 og hefur aukist jafnt og þétt síðan í takt við eflingu ríkisvaldsins. Stjórnun fiskveiða og framleiðslustjórnun í landbúnaöi eru dæmi um slíka áætlanagerð á síðustu árum. Þriðji kafli fjallar um samfélagsþróun á Eyja- fjarðarsvæðinu. Helstu niðurstöður er þær, að miðað við óbreytta stefnu í byggðamálum muni íbúum svæöisins halda áfram að fækka hlutfallslega og mannafli frum- og úrvinnslu- greinanna dragast saman. Sú mikla fjölgun í þjónustugreinum, sem nú á sér stað, gæti orö- iö mun minni á Eyjafjaröarsvæðinu en á lands- vísu. Til að koma í veg fyrir að atvinnuleysi aukist og fólk flytjist brott af þeim sökum er talið nauðsynlegt að stjórnvöld marki nýja stefnu í byggðamálum, þar sem lögö veröi áhersla á alhliða uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu og valddreifingu á sviði stjórnsýslu. (fjórða kafla er fjallað um náttúrufarslegar for- sendur sem liggja til grundvallar skipulagi, svo sem jaröfræði, veðurfar, skógræktarskilyrði og hættu á loftmengun frá reyk og öðrum verk- smiöjuútblæstri. Þá er bent á svæði þar sem hætta stafar af ofviðrum, flóðum, ofanflóðum, jarðskjálftum og hafís. f fimmta kafla er gerð grein fyrir horfum á landnotkun á svæðinu, miðað við þær forsend- ur sem áður hafa verið skilgreindar. Niður- stöður eru m.a. aö gera megi ráð fyrir að minna land þurfi til stækkunar þéttbýlis en ver- ið hefur á síðustu áratugum, m.a. vegna hæg- ari fjölgunar og þéttingar byggöar. 80
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.