Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Qupperneq 83

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Qupperneq 83
uö skipulagsmálin. [ þessu sambandi mætti nefna heimspekilegar orðræður um skurð- punktinn milli einstaklingsins og þjóðfélagsins. Aukin áhersla hefur einnig verið lögð á þjóðfé- lags- og fagurfræðilega meðvitund skipuleggj- andans, skilning á þekkingu og reynslu al- mennings, ásamt afstöðunni til samstarfs- manna og þeirra sem unnið er fyrir. Dæmigert er fyrir skólann að til hans sækir fólk með mismunandi menntun og bakgrunn, flest- ir hafa allmikla reynslu frá sínum heimaslóðum og þar af leiðandi af miklu að miðla. Vegna þessa mismunar f menntun og störfum er nauðsynlegt að samræma námshaldið á þann hátt að allir hafi gagn af því og er þess vegna oft leitað til grundvallarsþurninga. Dæmi um þessar spurningar varða aukinn skilning á sjálfum sér, afstöðu til umheimsins, til skipu- iagsstarfa og til þjóðfélagsins. NÁMSTÍMI: Endurmenntunarnámskeiðið nær yfir eitt ár, byrjar í janúar með tveggja daga kynningu í hverri höfuðborg, sem (slendingar hafa þó þurft að sækja til Kaupmannahafnar. Tilgangur Þessara kynningardaga er að upplýsa þátttak- endur um Nordplan, hvernig náminu er háttað og hvetja fólk til undirbúningslestrar. Síöan eru tímabilin þrjú, fjórar vikur hvert, þá koma allir nemendur saman til náms. Gert er ráð fyrir því að nemendur noti tíma sinn að ein- hverju leyti til lestrar allt námsárið, ásamt lausnum vissra verkefna. Fyrsta og síðasta tímabilið fer kennsla fram í húsnæði stofnunarinnar í Skeppsholmen í Stokkhólmi, þetta er í mars og nóvember. Mið- tlmabilið (feltperioden) er oftast í maí til júnf og er kennt á mismunandi stöðum, til skiptis í löndunum fimm. Tvisvar sinnum hefur ísland verið sótt heim af þessu tilefni, árin 1978 og 1982. í ár er þessi námshluti raunar haldinn í Færeyjum í júlímánuði. ÞÁTTTAKA: Páttökurétt hafa allir þeir sem lokið hafa aka- demisku námi eöa öðru sambærilegu og hafa jafnframt reynslu á sviði skipulagsmála eða annarra skyldra starfa, m.a. margs konar fé- lagsmálastarfa. Á hverju ári eru teknir inn 50 nemendur. Umsóknir eru oftast nokkru fleiri. Einn til tveir nemendur hafa sótt námið frá (s- landi þau ár sem þátttakendur hafa verið héð- an. Undantekning var þó frá þessu árið 1978, en þá voru íslenskir þátttakendur fimm. Það er markmið skólans að hafa fjölbreytileika í nemendahópnum. Árangur námsins liggur að miklum hluta í störfum nemendanna sjálfra, með þátttöku í umræðum og hópvinnu. EiGIN AFSTAÐA: Persónuleg reynsla undirritaðs af þátttöku í skóla Nordplan er mjög jákvæð og get ég hik- laust mælt með skólanum. Fyrir alla þá sem áhuga hafa á norrænu samstarfi og sérstaklega á skipulagsmálum tel ég þetta góðan vettvang til endurmenntunar, til að kynnast nýjum og e.t.v. ólíkum sjónarmiðum fólks og að kynnast mörgu ágætu fólki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.