Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Blaðsíða 14
Þegar snjór situr á gróðri í Japan tala þeir um að „snjóblómin blómstri". Úr Laugardal.
„Við eigum líka hefðir - hyggjum að því". Úr Þingholtunum.
bjöminn unninn. Borgin hefur unnið að og undirbýr áfram lagfæringu
umferðarmála og bflastæða, Hallærisplanið og Steindórsplan
(Borgartorg) má gera að skjólgóðu markaðstorgi ásamt Grófartorgi
og stutt er í að Tjamarsvæðið verði fegurra og með meira aðdráttarafl
en nokkru sinni fyrr. Það er með Kvosina eins og sumar byggðir
landsins: þaðerhægt meðgóðum viljaaðlamaalltviljaþrekogallan
framkvæmdarvilja með voli og vfli. Tengslin við höfnina og
möguleikamir sem þar bjóðast eru efni sem vonandi gefst kostur á að
gera nánari skil á þessum vettvangi síðar.
Heita vatn ið. Þetta leiðir hugann að heita vatninu, sem er sú lind
sem best getur nýst okkur til að bæta umhverfi okkar í bæ og borg
ásamt trjágróðri og lýsingu, þetta eru þeir þættir sem ég tel mesta
auðnu. Nýta ber heita vatnið meir en við gerum í vel búnar útilaugar,
sem nota má jafnt vetur sem sumar, og til að bræða snjó og ís af
gangstígum og hættulegum eða bröttum akbrautum, til að gera
íþróttasvæði og velli nýtanleg úti allt árið og til að rækta hollt
grænmeti árið um kring.
Eg hef áður sett fram á ráðstefnu um framtíð Keldnasvæðis þá
hugmynd að sveitarfélag og fleiri aðilar saman byggðu stór, ódýr,
upphituð gróðurhús (veðurhjúp) þar sem smáfyrirtæki gætu fengið
leigt. Þegar veðurhjúpurinn er kominn er afar ódýrt fyrir hvern og
einn að reisa einingar sem henta starfsemi hvers fyrirtækis. Um væri
að ræða ýmsan fíniðnað og fyrirtæki tengd tölvubúnaði og
örtölvuiðnaði. A sama hátt mætti bjóða upp á að reisa ódýrar
smáíbúðir inni í stóru gróðurhúsi. Til þess að þetta megi gerast
þurfum við einnig á hinni meginorkulind okkar, rafmagni, að halda til
að lýsa upp skammdegið.
Trjágró&ur. _Þriðji þátturinn og alls ekki þýðingarminni er
trjágróður ti! skjóls og yndisauka. Hér á Iandi eru varla vetrarbæir í
þeim skilningi sem aðallega er fjallað um á vettvangi „Winter Cities“
. Við berjumst ekki við 20-30 stiga frost mánuðum saman eins og t.d.
Edmonton. En við höfum rokið, sveifluna um núllpunktinn og
trekkinn sem einungis verður ráðið við með stórfelldri trjáplöntun í og
við bæ og borg.
12
■ ARKITEKTUR OG SKIPULAG