Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Blaðsíða 90

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Blaðsíða 90
í„borgarlandslaginu" í Reykjavík, hvort sem um er að ræða niðurrif, nýbyggingar eða endurbyggingar, og harmar að ekki skuli fara fram regluleg umræða um byggingar og umhverfismál í íslenskum fjölmiðlum. Þrátt fyrir þennan áhuga á byggingarlist var það ekki fyrr en nýlega að Sigurður tókst á hendur fyrstu listskreytingu sína fyrir opinbera byggingu, þegar Hilmar Þór Björnsson og Finnur Björgvinsson, arkitektar, og Listskreytingasjóður fólu honum að gera veggmynd fyrir Hjúkrunar- og dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki, sem þeir höfðu teiknað. Raunar hefur Sigurður lengi verið tvístígandi í afstöðu sinni til listskreytinga. Hann viðurkennir fúslega gildi slíkra skreytinga, og nauðsyn þess að listamaðurinn taki tillittil þess umhverfis sem honum er ætlað að skreyta, en segist sjálfur eiga erfitt með að fylgja ákveðinni forskrift um inntak eða æskilegt útlit myndverks. „Eg veit ekki hvort ég kæmist nokkuð áleiðis með verk, ef ég þyrfti að velja mótífog liti alfarið I stíl við þann stað, sem ég er að mála fyrir," segir hann og bætir við: „Aðalatriðið er að myndin standi fyrir sínu sem mynd, hvar sem hún er staðsett." Það varð Sigurði því mikill léttir að fá frjálsar hendur við gerð Sauðárkróksmyndarinnar. Hann málaði tvær stórar myndir eftir eigin höfði í það rými, sem honum hafði verið úthlutað, og bauð aðstandendum byggingarinnar síðan að velja á milli, hvað þeir gerðu. Þótt Sigurði sé yfirleitt þvert umgeðað skeggræða um það sem gerist í myndum sínum - vill að þær standi eða falli á myndrænum verðleikum sínum, þrætir hann ekki fyrir að i myndinni sem fyrir valinu varð séu tákn, sem hæglega megi heimfæra á líknarstofnun á borð við Hjúkrunar- og dvalarheimilið á Sauðárkróki. Nægirhér að nefna manneskjurá flugi, sem í myndum Sigurðareru tiðum fulltrúar hugarflugs og vonar. Sjálft heiti myndarinnar, „Að snerta regnbogann", vísar í senn til óskhyggju mannsins og þeirra kraftaverka sem læknavísindi nútímans eru stöðugt að vinna. Sigurður hefur áhuga á að vinna fleiri myndverk fyrir opinberar byggingar, en hefur áhyggjur af því að menn setji fyrir sig umfang mynda hans, en stærð skiptir hann nú æ meira máli. „Helst vildi ég vinna verk fyrir orkuver," segir hann. „Þar fengi ég nægilegt rými, auk þess sem ég er dálítið veikur fyrir útliti slíkra bygginga." Adalsteinn Ingólfsson ARKITEKTAFELAG Arkitektafélag íslands er fimmtíu ára á þessu ári. Aðdraganda að stofnun félagsins hafa verið gerð góð skil í blaðagrein í Mbl. þann 17. febrúar. Ákveðið hefur verið að helga afmælisárið baráttu fyrir arkitektanámi á íslandi. Tilgangur A.I. er að efla góða byggingarlist í landinu. Við höfum framfylgt því með því að gera strangar kröfur um menntun félaga okkar. Þótt við ekki viðurkennum próf nema úr tilteknum skólum höfum við ekki áhrif á námsefni þeirra. Eina leiðin til að hafa áhrif á nám arkitekta og gera það íslenskt er að námið fari fram að miklu eða öllu leyti hér heim. Fyrsta afmælisgjöfin kom frá Menntamálaráðuneytinu. Rétt fyrir áramót skilaði nefnd sem kannað hafði menntunarmál íbyggingarlist áliti og niðurstaða nefndarinnar er sú „að hefja skuli sem fyrst kennslu í byggingarlist á íslandi. Stefna beri að fyrri-hlutanámi með samvinnu við erlenda háskóla um seinni hluta náms“. Rökin fyrir íslensku byggingarlistamámi eru fyrst og fremst menningarlegs eðlis. í byggingarlist hvers tíma birtast andleg og veraldleg einkenni hans. Varðveisla og miðlun menningararfs krefst þekkingar á eiginleikum og áhrifaþáttum arfsins. Þótt þessi þekking ÍSLANDS 50 ÁRA sé til staðar verður hún ekki tekin saman, mótuð, skýrð og síðan miðlað nema í þar til ætlaðri menntastofnun. Islendingar geta að nokkru talist brautry ðjendur á sviði byggingarlistar á Norðurlöndum. Á átjándu öld varð einn íslendingur fullgildur húsameistari. Það var Olafur Olafsson kenndur við Kóngsberg í Noregi en Norðmenn telja hann sinn fyrsta arkitekt. Árið 1940 voru íslenskirarkitektar9alls. 1960 voruþeir 10,1970rúmlega50ogídag eru þeir um 225. Þar af starfa 200 hér á landi og þar af eru 175ÍA.Í. Meðalfjöldi nýliða í arkitektastétt er nú um 17 á ári. Ætla má að við verðum um 320 árið 2000. Stjórn A.í. skipa Stefán Benediktsson íoriiiaðurjón Olafur Olafsson ritari, Stefán Örn Stefánsson gjaldkeri og Sigurður Harðarson meðstj. Framkvæmdarstjóri félagsins er Fárus Björnsson. í tilefni afmælisins hefur nú um nokkurt skeið starfað undirbúningsnefnd. Hún hefur sett saman drög að dagskrá afmælisársins. Nefndina skipa: Bergljót Einarsdóttir, Egill Guðmundsson og Haraldur Helgason. Einnig hefur verið skipuð fjáröflunamefnd vegna afmælisársins en hana skipa Gísli Halldórsson, Helgi Hjálmarsson og Hilmar Þór Bjömsson. 88 ARKITEKTUR OG SKIPULAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.