Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Blaðsíða 49

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Blaðsíða 49
Hótel Reykjavík í Austurstræti 12 var byggt árið 1905 en brann 1915. Til vinstri eru dymar ofan í kjallarann en þar var eina vínveitingaakrá bæjarins eftir að góðtemplarar keyptu Hótel ísland. Ölið Ný Carlsberg fæst hjer eptir keypt í verzlun Ejrþórs Folixsonar. Biðjið um Rahbeks Allé bjórinn. Með þessum skýringarmiða á flöskunum er einungis hið á- gæta öl frá bjórgjörðahúsinu í Kahbeks Allé; munið eptir að biðja um það, eí þið viljið drekka gott öi. Það er þar að auki ótrúlega ódýrt, lijer á hótel- unum í Reykjavik einungis 0,20 ‘/, tí.; munið að biðja um Kahbcks Allé bjórinn, og gælið að þvi, að á tappanum sje brennt nafnið W. Ó. llreiðljiiið, 105 Koykjnvik. nafn vegna þess, að þar væri sérstaklega óþrifalegt, heldur mun það fremur hafa verið fundið upp til þess að smána gesti þá sem þangað sóttu. Stofa þessi var eins konar bar. Hátt borð í brjósthæð var í innri hlið stofunnar og við það drukku menn standandi það sem þeir keyptu. Þama var mest drukkið brenni vín og aðrir sterkir drykkir, og voru þeir mældir í glerstaupum og blikkmálum, sem tóku hálfpela eða kvartpela. Meðfram borðinu að innanverðu var gangrúm fyrir starfsfólkið, sem bar veitingar til gestanna f báðum þessum stofum. Við þil, bak við ganginn, var lágur skápur fy rir glös og bakka en ofan á skápnum voru á stokkum fjórir haglega smíðaðir og lakkbornir kútar úr ljósri eik með svörtum gjörðum. A botnum kútanna, sem fram sneru, voru koparkranar, og fyrir ofan þá málað nafn þess áfengis sem í þeim var: Brennivín, Cognac, Romm, Whisky. Því ber ekki að neita að oft var nokkuð sukksamt í Stíunni, einkum um vertíðarlokin, enda sóttu þangað aðallega innlendir og erlendir sjómenn og svo þeirbæjarmenn sem taldir voru engir hófsmenn í áfengisnautn. Sjaldan kom þó til verulegra óspekta eða slagsmála innan dyra því að venjulega barst leikurinn fljótlega út í Aðalstræti enda betra svigrúm til slíkra athafna þar... Þá skal talin þriðja stofan, sem var í norðurenda byggingarinnar, á homi Aðalstrætis og Austurstrætis. Stofa þessi varkölluð Káetan, en nafnið var dregið af því að þama sátu oft að drykkju, auk bæjarmanna, skipstjórarog stýrimenn af erlendum skipum. í Káetunni varaðallega drukkið vín, heitt Toddy og Gamle Carlsberg. - Gestir í Káetunni voru yfirleitt prúðir og kátir karlar. Naumast sóst fró ö&rum enda „Stíunnar" til hins. Eins og sjá má af þessari lýsingu var þetta mikil og fjölskrúðug krá þó að stéttum væri þar vandlega skipt niður eftir virðingarstiga. Skútusjómenn sóttu mikið Svínastíuna og einkum var mikið drukkið á lokadaginn. Til er lýsing eftir Geir Sigurðsson skipstjóra á drykkju í Svínastíunni á þeim degi. Hann segir: „Við Aðalstræti var hin óæðri stofa í húsinu, svo kölluð „Svínastía”, og var þar nokkurs konar „bar” með háu skenkiborði, er náði þvert yfir stofuna, og drukku menn brennivín úr hálf- og heilpelamálum við borðið og sumir keyptu öl til þess að blanda með. Tveir bekkir voru fyrir utan borðið og hvfldu menn sig þar til skiptis. Maðurinn sem stóð fyrir sölunni er enn á lífi og skýrir hann svo frá að brennivínstunna hafi verið sett á stokk um morguninn og tvær fötur hafi svo verið fylltar með brennivíni, dýfði hann svo málunum niður í fötumar og fyllti þau jáfnóðum og drukkið var og drakk svo hvereins og hann vildi. Þangað fóru lögreglumenn oft til að leita að drykkjumönnum er höfðu lent í áflogum. Þangað komu oft Þórður alamala, hinn mikli burðarmaður, sem miklar sögur fóru af, og Sigurður „Skjóni” er var talinn mikill glímumaður. Brá hann oft á leik á gólfinu og bauð mönnum út í eina bröndótta, en fáir urðu til þess að þreyta við hann, því hann var hjólliðugur og ekki árennilegur, ef hann hafði bragðað vín, en gólfið var líka ekki sem best fallið fyrir glímuvöll og heldur illa útlítandi... I vesturenda hússins í stofu er vissi út að Austurstræti niðri var herbergi, er nefnt var Káeta, og var þar setið fast af ýmsum borgurum, verslunarmönnum og stúdentum og var þar helst drukkið öl, það var gamli Carlsberg og ný-Carlsberg, og koníak. I miðju húsinu fyrir austan innganginn, er var við Austurstræti, var veitingasalurinn... I miðjum salnum var knattleiksborð og var það mikiðnotað. Þarvar Bjarni frá Vogi tíðurspilari ogreykti þá vindilinn sinn. Hópuðust menn í salinn, er leið á daginn, og fengu þar öl og toddy, sátu til og frá og ræddu saman. Ekki fengu sjómenn inngöngu í salinn.” Þorfinnur Kristjánsson prentari hefur lýst Svínastíunni eins og hún leit út á fyrstu árum aldarinnar. Hann segir: „Stían” var ekki stór, það var„diskur” yfir þvert herbergið,»» 47 ARKITEKTUR OG SKIPULAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.