Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Blaðsíða 80

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Blaðsíða 80
YFIRBYGGÐAR GÖNGUGÖTUR aðalskipulagi Reykjavíkur frá 1982-83 kemur fram að „gamli miðbærinn er orðinn of þröngur“. „Umferðin og skortur á bifreiðastæðum valdi nú þegar óþægindum í miðbænum. Þar sem þeirrar tilhneigingar verður vart, að ýmissi miðbæjarstarfsemi er valinn annar staður til að komast hjá háu lóðarverði og miklum endurbyggingakostnaði, er ekki nema eðlilegt að sú hugmynd hafi komið fram, að reisa skyldi nýtt miðbæjarhverfi.“ Þá er talið „hyggilegra að einbeita sér að stofnun eins nýs miðbæjarhverfis en að dreifa framtakinu á fleiri staði. Nokkur svæði hafa komið til athugunar í þessu skyni. Horfið var frá svæðinu við Suðurlandsbraut, einkum vegna þess að þar var ekki til umráða nægilegt samfellt landrými. Svæði við Elliðaár kom til álita, en það er svo langt frá þungamiðju núverandi byggðar, að það getur ekki dregið einkafyrirtæki til sín á næstu árum. Og horfið var frá hugmynd um nýttmiðbæjarhverfi á flugvellinum, þvf að flugvallarstarfsemin mun tæplega verða flutt brott á skipulagstímabilinu, en hins vegar mun fljótlega þurfa að hefjast handa um nýjan miðbæ. Talið er að eina svæðið, sem liggur nægilega miðsvæðis gagnvart byggðinni, bæði nú og framvegis, sé svæðið í reitnum austan Kringlumýrarbrautar og sunnan Miklubrautar." Þetta voru þær forsendur í aðalskipulagi Reykjavíkur 1962-83 sem lágu til grundvallar fyrir áframhaldandi vinnu við deiliskipulag Kringlubæjar, en svo var miðbæjarsvæðið kallað. Að skipulaginu unnu í fyrstu þeir Gunnlaugur Halldórsson, Guðmundur Kr. Kristinsson og að hluta Manfreð Vilhjálmsson. 1965 færðist vinnan síðan yfir á skrifstofu Borgarverkfræðings undir stjóm Gunnlaugs Halldórssonar en auk hans unnu þar Karl Erik Rocksen og undirritaður. Frá 1973 var deiliskipulagið síðan unnið á teiknistofunni ARKIR undir stjóm undirritaðs. Við gerð skipulagsins var í mörg hom að líta, stærstu þættimir voru umferðarspáin og tilhögun gatna, blöndun byggðarinnar, nýtingarhlutfall og aðlögun að ýmsum reglugerðum. Það var þó aðallega reglugerðin um brunavamir sem olli okkur áhyggjum, því hún var í engu sniðin fyrir þær stærðir og uppbyggingu verslunarkjama sem áætlað var að reisa á svæðinu. Því var farið fram á það við stjómvöld að reglugerðinni væri breytt og hún lagfærð í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til slíkra bygginga í dag. Ný reglugerð um brunavamir kom svo út 1978, þar sem tekið er tillit og gert kleift að reisa stærri sambyggðar einingar, t.d. með uppsetningu “sprinkler” - kerfa. Stærð svæðisins er 31.1 hektari og heildarhlutfall var því áætla 0,64 á öllu svæðinu. Skipting byggðar var ákveðin eftirfarandi: Smásöluverslun 55.000 m2 Skrifstofur og stjómsýsla 73.000 m2 Opinberar byggingar 30.000 m2 Ráðgjafastarfsemi og þjónusta 12.000 m2 íbúðabyggð 20.000 m2 Samtals 190.000 m2 Þar af var ákveðin skipting byggðar norðan núverandi Listabrautarþannig: Smásöluverslun 53.000 m2 Skrifstofur og stjómsýsla 26.000 m2 Opinberar byggingar 20.000 m: Ráðgjafastarfsemi og þjónusta 5.000 m: Ibúðabyggð 6.000 m2 Samtals 110.000 m2 Við upphaf skipulagsvinnunnarkom strax fram að lengd svæðisins frá norðri til suðurs er mjög mikil eða jafnlangt og frá Lækjartorgi upp að Barónsstíg. Það þótti því mjög erfitt að dreifa byggðinni jafnt yfir alltsvæðið. Þessvegnavarlagttilaðskiptasvæðinuíþrjúmeginsvæði. Á nyrsta svæðinu norðan Listabrautar að Miklubraut, var gert ráð fyrir aðalverslunarbyggðinni (sjá blöndun byggðar hér að framan). Á miðsvæðinu, á milli Listabrautar og Ofanleitis, var gert ráð fyrir opinbemm stofnunum og skrifstofum og á syðsta svæðinu, fráOfanleiti að Bústaðavegi var gert ráð fyrir íbúðabyggð. Nyrst á svæðinu meðfram Miklubraut er jarðvegsdýpi allt að 7 metrar og var því lagt til að aðalbfiageymslurnar væru gerðar á þrem hæðum og að akbrautir gengju undir göngubrautimar. Það var ein 78 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.