Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Blaðsíða 47

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Blaðsíða 47
KRÁARMENNING í REYKJAVÍK FYRIR VÍNBANN Krár og knæpur er eitt af því sem setur svip sinn á vestræna menningu og eru víða veigamikill þáttur í daglegu lífi fólks. Á Bretlandseyjum þykir t.d. sjálfsagt að menn líti við á kránni sinni á leið heim úr vinnu eða í hádeginu og í öðrum löndum eru krámarnánast samastaður fjölskyldna og nágranna á kvöldin. Við Islendingar, sem nú lifum, höfum að mestu farið á mis við knæpumenninguna þó að vísir að henni hafi komið með bjórlíkinu fyrirnokkrum árum. Þá risu upp vín- eða ölstofur íReykjavík og hafa margar haldið velli og vel það. Með tilkomu áfengs öls 1. mars 1989 má búast við enn frekari breytingum á áfengismenningu okkar og er því forvitnilegt að rifjaupp hvort við eigum einhverjagamla knæpuhefð frá því fyrir daga vínbannsins 1915. Reykjavík síðustu aldar og áranna eftir aldamót er að sjálfsögðu allt önnur en sú Reykjavík sem við nú þekkjum. Árið 1890 voru íbúar höfuðstaðarins aðeins 3886 eða ívið fleiri en íbúar ísafjarðar núna. Aldamótaárið voru þeir 5802 en árið 1910 voru þeir orðnir 11449 og höfðu því nær tvöfaldast á tíu árum. Reykjavík var því bær í örum vexti en gaf þó naumast tilefni til fjölskrúðugs kráalífs. Sölubúöirnar voru jafnframt knæpur. Lengst af fram yfir aldamót var aðeins ein knæpa, eins og við skiljum það orð, í Reykjavík en í rauninni voru þær miklu fleiri því að nær því hver einasta sölubúð í höfuðstaðnum var hálfgerð knæpa. Mikið var af iðjuleysingjum í Reykjavík og atvinnuleysi landlægt á vissum árstímum. Búðirnar voru þá aðalsamkomustaðir karlanna í bænum, einkum sjómanna og verkamanna, og drykkjuskapur mikill enda brennivínið ódýrt miðað við það sem síðarvarð. Þeirvildu frekar hanga þar, spjalla og drekka en híma heima í meira eða minna óvistlegum kotum f úthverfum. Margar lýsingar eru til á þessum svokölluðu búðarstöðum og er I stundum engu líkara en verið sé að lýsa búllum í Nýhöfn í Kaupmannahöfn. Reykjavíkurblaðið Tíminn vék að þessu árið 1873 og sagði: „Þeir sem hafa verið nokkum tíma í Reykjavík munu brátt komast að raun um að verslunarhús kaupmanna eru eigi aðeins verslunarhús, heldur einnig veitingahús; því ef manni verður reikað inní einhverja búð, það gildir einu á hvaða tíma dagsins og hverjum tíma ársins það er, þá munu menn sjá búðina fulla af mönnum, sem ekkert annað erindi eiga en annaðhvort að kaupa sér pela, hálfpela o.s.frv. eða þá að sníkja hann út gefins og drekka hann svo við búðarborðið. þetta láta þeir ganga allan guðslangan daginn og rápa úr einni búð í aðra og svo eru þeir áfjáðir að á morgnana, áður en búðum er lokið upp, safnast þeir hópum saman fyrir utan hverjar búðardyr til þess að ná sem fyrst í seytilinn þegar upp er lokið. Nú er eigi nóg með það, að þeir drekka í búðunum, heldur sitja þeir þar með hrókaræðum um hitt og þetta, svo eigi heyrist mælt mál fyrir mælgi, sköllum, hrindingum og áflogum.” Aðalverslunargatan í Reykjavík fram yfir aldamót var Hafnarstræti. Þar stóðu verslunarhúsin í langri röð á fjörukambinum og var oft mikið slark og læti í kringum þær og inni í þeim, ekki síst á kauptíðinni vor og haust þegar sveitamenn flykktust að. Hafnarstræti á sér því langa sögu drykkjuskapar. Lengi eimdi eftir af búðarstöðunum i Reykjavík þótt ýmislegt væri gert til að hamla á móti þeim. Góðtemplarareglan kom til sögunnar í höfuðstaðnum árið 1885 og þremur árum síðar voru sett lög fyrir áhrif hennar þar sem bönnuð var staupasala í búðum og einnig var þá bannað að selja bjór íverslunum nematíuhálfflöskuríeinu. Einnig auglýstu kaupmenn að búðarstöður væru óheimilar en það kom lengi fyrir lítið. Menn héldu uppteknum hætti og stunduðu „krámar” »» 45 ARKITEKTUR OG SKIPULAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.