Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Blaðsíða 89
MYNDIR OG MYNDBYGGINGAR MANNVIRKJAFRÆÐI SIGURÐAR ÖRLYGSSONAR
Sigurður á vinnuslofu ásamt myndinni „ Að snerta regnbogann"
að ætti ekki að koma flatt upp á neinn þann, sem fylgst hefur
með myndlist Sigurðar Orlygssonar hin síðari ár, að í æsku
átti hann sér þann draum að verða arkitekt.
Myndir hans eru til að mynda mjög arkitektónískar að allri gerð, og
þá ekki aðeins að stærð - nokkrar þeirra teygja sig yfir 20 m2 - heldur
eru þær oftar en ekki samsettar úr byggingareiningum, sem fengnar
sru að láni jafnt frá Vítrúvíusi sem Mies, og notaðar eru til
nýbygginga í heimatilbúnu landslagi. Nýlega hóf Sigurður að
byggja við myndir sínar svo nú teygja innviðir þeirra sig út á gólf
og gera að engu hefðbundin mörk milli málaralistar og skúlptúrs.
Sjálfur vill Sigurður beinlínis flokka samsetningu mynda sinna undir
burðarþolsfræði, eða það sem í tíð Jóns Stefánssonar, annars
arkitekts í íslenskri myndlist, var nefnt „mannvirkjafræði". Segirhann
að sitt fyrsta verk sé ævinlega að gera upp við sig hvar meginþungi
myndar, eða formræn þungamiðja, eigi að vera og raða öðrum
byggingareiningum niður í samræmi við það. Þetta segist Sigurður
gera löngu áður en hann fer að hugsa um liti, áíerð og annað í þá
veru.
Ennfremur má segja að í mörgum myndverkum Sigurðar séu
burðarþolfræðileg hugtök eins og álag, bjögun og spenna, færð í
áþreifanlegan búning með máluðum hjólum, trissum og reislum, þó
markmið listamannsins sé vísastað minna á takmörk raunhyggjunnar
fremur en að vegsama hana.
Þótt Sigurður léti snemma afvegaleiðast og ánetjast myndlistinni, gaf
hann ekki upp á bátinn áhugann á byggingum og umhveríi. Raunar
fer hann ekki leynt með þá sjálfsagt óvinsælu skoðun, að
byggingarlistin sé nauðsynlegust og merkilegust sjónlistanna.
A námsárum sínum í Myndlista- og handíðaskólanum rann honum
blóðið til skyldunnar, er rætt var um að rífa gömlu húsin á
Bernhöftstorfunni, og var í þeim galvaska hópi sem tók sig til og
málaði þessi hús eina he/gi árið 1973.
Allar götur síðan hefur Sigurður fylgst grannt með því sem gerst hefur
87
ARKITEKTÚR OG SKIPULAG