Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Blaðsíða 55

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Blaðsíða 55
GERÐ VÉLFRYSTS SKAUTASVÆÐIS Á AKUREYRI Akureyri hefur um langan aldur verið vagga skautaíþróttarinnar á íslandi, og á því eru eflaust margar skýringar. Þó má ætla að þar ráði mestu um hagstætt veðurfar og góð lega bæjarins. Veðurfar á Akureyri einkennist meira af stöðugu veðri og oft nokkuð langvarandi frostaköflum á vetrum en víðast hvar annars staðar á landinu, en þó virðist sem veður hin seinni ár hafi farið hlýnandi og þessi þáttur er ekki eins áberandi og áður. Þegar þannig viðraði mynduðust mikil og góð svell á Leirunum framan við bæinn og jafnvel á sjálfum Pollinum þegar mestu frostakaflarnir höfðu komið. Þessi aðstaða á Leirunum hefurhorfið að verulegu leyti með breytingum á Eyjafjarðaránni, sérstaklega við gerð flugvallarins eftir árið 1952 og síðar við gerð Drottningarbrautar og Leiruvegar. Skautafélag Akureyrar hefur lengi barist við að viðhalda skautaíþróttinni og hefur það gengið í nokkrum góðum vaxtarskeiðum og síðan lægðum á milli sfðustu fimmtíu ár er félagið hefur verið til. Draumur félagsins hefur um langan aldur verið að eignast eigið íþrótta- og athafnasvæði, en alltaf hefur staðið á að það fengi úthlutað svæði til frambúðar og væri inni í aðalskipulagi bæjarins þannig að hægt væri að hefja einhverjar varanlegar framkvæmdir. Loksins á árunum 1985 - 86, með samþykkt á Innbæjarskipulagi bæjarins fékk félagið úthlutað varanlegu skauta- og athafnasvæði. Var þá þegar hafist handa og hafin bygging á vélfrystu útisvæði fyrir íshokkí og listhlaup, sem síðar má byggja yfir varanlegt húsnæði. A svæðinu og í beinni tengingu við það er gert ráð fyrir að síðar komi 400 m lögleg hlaupabraut fyrir hraðhlaup og á tjörninni innan í hlaupabrautinni er gert ráð fyrir að hafa opið útisvæði fyrir almenna skautaíþrótt á náttúrulegum ís. Við gerðum áætlanir og fengum mjög góðan stuðning frá forsvarsmönnum Akureyrarbæjar bæði á sviði íþróttamála og í stjóm og ráðum bæjarins. Framkvæmdir hófust við verkið vorið 1986 með því að skipta um jarðveg og sjálft svæðið var púkkað, bæði væntanlegur íshokkívöllur og grunnur umhverfis fyrir væntanlega yfirbyggingu. Þetta svæði var 40 x 70 m að stærð. Einnig var skipt um jarðveg í bílastæðum og aðkomuleiðum og allar grunnvatnslagnir og frárennslislagnir lagðar. Síðar um sumarið var svo sjálf gólfplatan steypt og í hana voru lagðar plastslöngur 0 25 mm c/c 11 cm, og undir var einangrað með 5 cm „styrofoam" einangrun sem er mjög ákjósanleg til slíks vegna góðrar einangrunarhæfni og mikillar burðargetu og mjög lítillar rakadrægni. Platan sjálf er 29 x 59 m að stærð, þykkt um 12-14 cm og jámbent eftir bestu getu. Alls fóru um 250 m3 af S-250 steypu í plötuna og heildarlengd á slöngum var um 18100 m. Platan var steypt í þrem hlutum og afrétt með sérstökum afréttara sem gekk á jámbrautum og tókst þetta verk mjög vel. Festingar fyrir ramma umhverfis svæðið voru steyptar í um leið svo og lagnarstokkur fy rir aðallagnir meðfram annarri langhliðinni. Svæðinu er skipt í 142 kerfi sem síðan eru tengd inn á aðallagnir úr 0150 mm plastslöngum sem liggja að og frá sjálfum frystivélunum. Frystivélasamstæðan sjálf var keypt frá Stahl A/S í Svíþjóð og kom hún nánast tilbúin til tenginga, uppsett og frágengin í einum 20 feta gámi. Hér er um að ræða tvær 180 kw - 360 kw skrúfupressur sem sjálfkrafa koma inn eftir álagi. Kælivökvinn er sérstakur saltpækill og erhannca. 11° á kerfið en kemur til baka 7° 8°. Vélamareru gerðar bæði fyrir loftkælingu og vatnskælingu. Við núverandi aðstæður er vélin loftkæld, en með mjög lítilli fyrirhöfn er hægt að hafa hana vatnskælda, en þá þarf hún ca. 35 - 40 m3/klst. af köldu vatni sem hún skilar af sér ca. 50° heitu og verður nýtt þannig í framtíðinni, með tilkomu yfirbyggingar og baðaðstöðu til baðvatnsnotkunar. Stofnkostnaður framkvæmda er á verðlagi í sept ./okt. 1988 um það bil 14.5 milljónir króna og er þar innifalið mjög góð lýsing á svæðinu svo og bráðabirgðabúningsklefar og verkfærageymsla. Almennt »» ARKITEKTUR OG SKIPULAG 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.