Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Blaðsíða 34
Da Vinci's
^IISPBSI
- BIlijBM UlaBftffl «
canðfii m
L i j' ■ r
. I - ‘ _
1 ÉÉ ■sr 1 ; \ \ ' ‘
A % k
Da Vinci's
; jí
Næturklúbburinn Blitz
The Glassblowers
miðri London, þar sem íslenskir námsmenn hittast jafnan á
föstudagskvöldum. The Comish Arms er „pöbb“ með þægilegu
„bierkeller“ andrúmslofti. Þægilegt rými hefur þar verið gert með bar
úr fum. Veggir eru úr ómáluðum viði og hlöðnu graníti, loftið er lágt
og einnig ómálað, en brotið upp með dökkum bitum. Allt þetta gæti
eins verið í kjallara í einhverju gömlu húsi uppi á Islandi.
Nú þegar íslendingar eru í óða önn að flytja inn bjórmenninguna
verður þeirri spumingu ótvírætt varpað fram, h vort við eigum að stæla
„pöbba“ Viktoríutímabilsins, hvort við eigum að apaeftirandrúmslofti
erlendra „pöbba" eða horfa til gamalla ís- lenskra húsa og sérkenna
þeirra, eða hvort við eigum að „módernisera" hönnun þeirra.
Hugsanlega er meðalhófið best, en án efa er mögulegt að hanna og
mynda þægilegt andrúmsloft með öðru en því sem flestir íslendingar
kalla ekta „pöbb“, þ.e. í stfl hins hefðbundna breska „pöbbs“.
32
Cittie of Y orke er gamall „pöbb“ sem stendur við High Holbom-götu
sem er framhald af Oxford Street. A þessum stað hefur verið „pöbb“
síðan 1430. Árið 1695 varhannendurbyggðurogkallaðistþáGray’s
Inn Coffee House. Hann var lagfærður mikið og endurbyggður að
hluta skömmu fyrir síðustu aldamót. Mikið af hinum gömlu
innréttingum var vandlega varðveitt og haganlega komið fyrir í
núverandi byggingu. Hlaut nýi staðurinn nafnið Cittie of Yorke.
Stærsta og áhugaverðasta rými staðarins er í upphaflegum hluta hins
gamlakaffihúss. Langur barinn, myndarlegir skilveggirnir, þægilegir
litlir básar og löng röð öltanka gera staðinn ólíkan öllum öðrum
enskum „pöbbum“ en þeim mun áhugaverðari fy rir þá Islendinga sem
nú vilja endurvekja íslenska bjórmenningu.
Ivar Guðmundsson
ARKITEKTÚR OG SKIPULAG