Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Blaðsíða 13
BÆIR A NORÐURSLOÐ
Ráðstefnumiðstöðin í Edmonton
Eg ætla að gera í stuttu máli grein fyrir hvað átt er við með
hugtakinu „Winter Cities" og bakgrunni þess. Einnig mun ég
skýra frá þingi um þessi málefni sem haldið var í Edmonton
1986 og tengja þetta hugleiðingum um hvað við erum að gera og
gætum gert á Islandi - eðlilega með nokkurri áherslu á Reykjavík. Er
stuðst að hluta til við frásögn á fundi um umhverfismál á Akureyri 23.
- 25. september á s.l. ári.
„Intemational Winter Cities Committee" er alþjóðleg stofnun sem að
stendur fjöldi borga og bæja á norðurhveli jarðar. Upphafið var
hreyfing sem nú er orðin að stofnun og er rakin til ráðstefnu um
skipulag norrænna borga sem haldin var í Minnesota árið 1978 eða
fyrir rúmum áratug. Eftir ráðstefnuna gaf William Rogers próf. við
háskólann í Minnesota út bók: „The Winter Cities Book“ og er hún
talin kveikjan að samtökunum. Þórður Þ. Þorbjamarson
borgarverkfræðingur sótti þessa ráðstefnu.
Hvatamaðuraðstofnuninni sjálfri ertalinn Itagaki forseti borgarstjómar
íSapporo í Japan. Hann kallaði saman forsvarsmenn norðlægraborga
í Sapporol982 þar sem mættu fulltrúar 9 borga frá 6 löndum. Var
enginn frá Norðurlöndum og heldur ekki þegar kallað var til sams
konar fundar í Kína með þátttöku fulltrúa 10 borga frá 6 löndum.
Kanadamenn gripu hugmyndina á lofti og stofnuðu samtök 1985, sem
síðan komu á fót stofnun sem fjallar um vandamál vetrarborga.
Samtökin boðuðu til ráðstefnu í Edmonton í Kanada í febrúar 1986 og
var okkur Þórði borgarverkfræðingi boðið að flytja þar erindi um
Island og hvemig við höfum lifað af og lifum nú á okkar norðlægu
eyju. Þessi erindi ásamt öðrum voru síðan gefín út í allmiklu riti sem
heitir „Winter Cities Forum 1986 - Symposium Proceedings“. Sagði
ég einnig nokkuð frá ferð okkar á XIII. landsþingi Sambands ísl.
sveitarfélaga í sept. 1986 og á miðborgarþingi A.í. í maí 1986. Á
ráðstefnunni í Edmonton voru 406 þátttakendur frá 83 bæjum og
borgum í 11 löndum. Þingið sjálft var nefnt Winter Cities Forum '86
„Finding a cure for the common cold“, skemmtilegur orðaleikur.
Þetta var mikil ráðstefna með sýningum og 40 fyrirlestrum á þremur
dögum. Það þurfti því að halda á spöðunum til að fá nasasjón af því
sem í boði var. Eg er ekki frá því að ráðstefnumiðstöðin sem þingið
var haldið í sé það sem er mér eftirminnilegast.
Á þinginu var samþykkt að halda ráðstefnu annað hvert ár og var
haldin ráðstefna aftur 1988 í Edmonton í tengslum við
10
SKYRINGAR:
’ EIGNARLOND OG LEIGULÖND
SVÆÐt TIL SÉRSTAKRA ÚTIVISTANOTA
GRASLENDI
ÓGRÓIO LAND TIL UPPGR- 'EOSL'J
MEÐ GRASI OG LÚPÍNU
SKÓGUR OG ÖNNUR RÆKT1 UÐ SVÆÐI
NÝ SVÆÐI TIL SKÓGRÆKTA
NUVERANDI STIGUR EOA AKFÆR LEIO
TILLAGA UM NÝJAR LEIOIR
BÍLASTÆÐI
ÚTMÖRK REYKJAVIKUR
FOSSVOGUR, ELLIOAÁRSVÆÐI, HÓLMSHEIÐI
TILLAGA AO RÆKTUN
KVARÐI 1:20000
O 200 400
REYNIR VILHJALMSSON LANDSLAGSARKITEKT F.I.L.A.
VILHJÁLMUR SIGTRYGGSSON SKÓGRÆKTARFRÆOINGUR
vetrarólympíuleikana í Calgary. Einnig var þá ákveðið að ráðstefnan
1990 yrði ÍTromsp íNoregi. í Tromsp erætlunin að tengja ráðstefnuna
„BO I NORD“, sem er sýning íbúðabyggðar með þjónustukjömum,
sem verðurhönnuðaf arkitektum fráöllum Norðurlöndunum. Teymi
ungra íslenskra arkitekta sem kalla samstarfið ÍSARK tekur þátt í
hönnun einnar einingar. (I ISARK eru arkitektamir Egill
Guðmundsson, Þórarinn Þórarinsson, Baldur Svavarsson og Kristín
Garðarsdóttir ásamt Sigurði Einarssyni og Jóni Ólafi Ólafssyni.)
„Winter Cities“-stofnunin stendur fyrir þessum stóm ráðstefnum
annað hvert ár og hyggst standa að aukinni útgáfustarfsemi og
rannsóknum á öllu er tengist búsetu á norðurslóðum. í október s.l.
kom út rit sem nefnist „Cities designed for winter“ og eigum við
ÞórðurÞ. Þorbjamarsonþarkaflaumlsland. Eráþessumráðstefnum
fjallað um norðurslóðir á mjög breiðum grunni, frá listum og sálfræði
til aðferða við snjómokstur, um tækjabúnað, hálkueyðingu,
vetrarklæðnað o.m.fl. Spumingin sem leita átti svara við í Edmonton
1986 var: Hvemig getum við gert norrænar borgir vistlegri/indælli
um langa vetrarmánuði? Má segja að þessu hafi verið svarað í fjórum
meginþáttum:
1. Betra skipulag. I þvífólstaðþéttabæriíbúðabyggðoghækka
nýtingu í miðborgum til þess að stytta ferðavegalendir íbúa og ná upp
bakgrunni sem getur staðið undir bættri miðborgarþjónustu s.s.
yfirbyggðum torgum, görðum, götum o.þ.h. (Mall). Dæmi:
Yfirbyggðar gönguleiðir (brýr) á annarri hæð í t.d. Minneapolis og
Calgary og neðanjarðar þjónustusvæði í miðborgum Montreal,
Winnipeg og Toronto.
2. Trjáplöntun. Plöntun trjáa inni í borgum til að milda ásýnd og
bæta loftslag. Töldu menn áhugavert að nota sígræn tré í betri
borgum.
Þegar snjórinn fellur á barrið og annan sfgrænan gróður í Japan, tala
þeir um „að snjóblómin blómstri".
3. Félagslegar þarfir og tómstundaiðja.
Fylla þarf út í frítíma fólks jafnt vetur sem sumar og í því sambandi
var t.d. rætt um upplýstargönguskíðabrautir í borgargörðum, útihátíðir
tengdar vetri, vetrarfatnað og ýmsan búnað. Upplýsingar um
hestamennsku í bæ og borg hér sem vetrarsport vöktu mikla athygli.
4. Umhverfið sjálft. Litir og form húsa. Einangrun og hitun
húsa. Hiti í götum og gangstéttum. Skynsamleg orkunýting o.s.frv.
Má segja að á ráðstefnunni hafi komið fram tveir nokkuð skýrir hópar
eða hugmyndir:
I fyrsta lagi þeir sem vilja færa ásýnd vetrarborga sem næst suðlægari
borgum með því að yfirbyggja torg, garða og frítímasvæði og skapa
þannig heima fyrir það sem gert er ráð fyrir að allir sækist eftir.
I öðru lagi var hópur sem taldi að við ættum að vinna með vetrinum
en ekki slást við hann. Njóta snjóa og svella og láta hugmyndaflugið
skapa nýja möguleika, þróa ný tæki og þægilegan hlýjan vetrarfatnað.
Ljóst er að samspil þessara tveggja hugmynda getur ágætlega farið
saman og má segja að við hér á íslandi höfum rambað nokkuð þá leið
án mjög heimspekilegra hugleiðinga.
Hvaö erum vib ab gera og getum gert?
Hvað höfum við gert eða erum að gera og gætum gert til að gera bæi
okkar indælli vetrarbæi? Gott og vel heppnað dæmi tel ég Kjamaskóg
við Akureyri. Þar er í fallegu landslagi með trjágróðri og skjólbeltum
búið að skapa draumaland með stfgum, skokkbrautum og rjóðrum
ásamt leik- og þjálfunartækjum. En á vetrum erskokkbrautin upplýst
og troðin fyrir gönguskíði og á staðnum er búnings- og snyrtiaðstaða.
Framtak til fyrirmyndar sem er vinsælt. Það ermannlíf íKjamaskógi
allt árið um kring.
Reykjavík-betra skipulag. Rifjum upp þau atriði, sem
drepið var á hér að framan að hefðu verið dregin fram sem aðalatriði
íEdmonton og h'tum til Reykjavíkur: 1. Betra skipulag. 2. Trjáplöntun.
3. Tómstundir. 4. Umhverfið sjálft. Fyrirborgarlandiðernýstaðfest
aðalskipulag og fylgir því sérstakt kort og kafli í greinargerð um
umhverfismál og græn svæði.
Sem dæmi um sumarstemmningu og sumarloftslag árið um kring má
taka verslunarmiðstöðina Kringluna með um 80 þjónustuaðila og
verslanir undir einu þaki. Til þess að reyna að hindra að svona
framkvæmd lami sjálfa miðborgina með söguhefð sinni og þýðingu
sem stjómsýslumiðstöð höfuðborgarinnar hefur verið unnið að ýmsum
skipulagsþáttum til að styrkja stöðu hennar.
Við Skúlagötusvæðið eru f uppbyggingu 500 íbúðir á svæði sem
orðið var úrelt athafna- og geymslusvæði fyrir hafnarstarfsemi sem
þegar er flutt inn í Sundahöfn. Einnig er ný íbúðabyggð að rísa á
„Búr“-lóð og atvinnustarfsemi í Örfirisey. Þessi fjölgun íbúða og
aukin atvinnustarfsemi við miðborgina mun styrkja stöðu hennar
verulega. Einnig má benda á uppbyggingu og endumýjun eldri
byggðar í Kvosinni í samræmi við tiltölulega nýstaðfest skipulag.
Laugavegurinn er eitt dæmið, þar hafa verið lagðar hitaslöngur bæði
undir gangstéttir og akbraut, umhverfi bætt fyrir fótgangandi og
plantað gróðri til yndisauka.
Miðborgin og þá sérstaklega Kvosin á í nokkurri vök að verjast nú.
Eru margir samofnir þættir sem valda því, s.s. langur tími sem hafði
liðið án ákvarðana og skipulags, yfirtaka banka á verslunarhúsnæði
við Austurstræti og Hafnarstræti, gríðarleg og óvænt aukning bílaeignar
með umferðarvandamálum og vöntun á bílastæðum og á sama tíma
uppbyggingin í Kringlunni með nýrri samkeppni.
Nú þarf því að taka á og nýta þá möguleika sem skipulagið gefur til
endur- og nýbyggingar og um leið að hlúa að því sem fyrir er. Þarna
þurfa eigendur og rekstraraðilar á svæðinu að taka höndum saman
með borgaryfirvöldum. Eg held að ef Austurstræti allt yrði gert að
fallegri upphitaðri göngugötu hið fyrsta með „regnhlífum" eins og
kynntar hafa verið og bankamir létu eitthvað af húsnæði að götunni
eða a.m.k. leigðu sýningarglugga sem útbúa mætti að götunni, þá yrði
11
ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
ARKITEKTÚR OG SKIPULAG