Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Blaðsíða 85

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Blaðsíða 85
KRINGLAN * aðalskipulagi Reykjavíkur frá því á 7. áratugnum var gert ráð fyrir því, að aukning á verslunarhúsnæði yrði mest í nýjum miðbæ við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Ur því varð í fyrstu minna en ætlað var, enda ýmsum annmörkum háð að framkvæma þær áætlanir miðað við venjubundna lóðaúthlutun til fjölmargra aðila og þann byggingahraða, sem algengastur er við slfkar kringumstæður. Sú staða breyttist hins vegar, þegar einn byggingaraðili, Hagkaup hf., fékk til ráðstöfunar stóran hluta svæðisins, um 3,5 hektara lands, til að reisa í einum áfanga stórbyggingu fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi. Með hliðsjón af því var jafnframt talin ástæða til að stokka verulega upp fyrri hugmyndir um byggingarform og fyrirkomulag á reitnum. Samhliða þeim breytingum vann Hagkaup að eigin áætlanagerð um væntanlega hlutdeild nýs miðbæjar í almennri verslun á höfuðborgarsvæðinu, sem lögð var til grundvallar við ákvörðun um stærð byggingarinnar og skiptingu verslunar innan hennar, til að tryggja eðlilegt framboð vöru og þjónustu þar. Við þessa vinnu var mikið leitað upplýsinga og reynslu, sem fengist hefur við byggingu og rekstur svipaðra verslunarmiðstöðva í nálægum löndum, en á því sviði hefur verið ótrúleg gróska jafnt vestan hafs sem austan á síðustu áratugum. Kringlan er um 29.500 m2 að gólffleti, byggð á þrem hæðum. Meginhluti verslunarhúsnæðisins er á neðri hæðunum tveim, sem hvor um sig er um 12.500 m2. I Kringlunni er á áttunda tug verslana, veitingastaðir og margs konar þjónusta önnur, s.s. banki, pósthús, ljósmyndastofa, hárgreiðslustofa, læknamiðstöðvar o.fl. Einingar eru harla misstórar eða allt frá 20 - 4000 m2, en ýmis sameiginleg svæði undir þaki, s.s. göngugatan, þjónustugangar, tækjaklefaro.þ.h. eru þriðjungur af gólffleti hússins. 82 Á lóðinni eru ennfremur um 1.400 bílastæði, sem gengt er af á báðar aðalhæðir byggingarinnar, en eins og byggð er háttað hér á höfuðborgarsvæðinu og eins og verslunarvenjur hafa þróast, þá eru greiðar aðkomuleiðir fyrir einkabíla og næg bílastæði ein af helstu forsendum þess, að verslun geti þrifist að marki. I grófum dráttum má skipta byggingunni sjálfri í þrenns konar svæði, þar sem ólíkar aðferðir og áherslur eru lagðar til grundvallar við hönnun og vinnu arkitekta. I fyrsta lagi er göngugatan, þar sem megináherslan er á rýmismyndun, samræmt efnisval og rólegt, „afslappað” umhverfi. Litir eru þar mildir, birta og hitastig sem jöfnust og óháð ytri skilyrðum. Op á milli hæða mynda innbyrðis sjóntengsl, og til að ná tökum á rýminu í heild var valin sú leið að skapa ákveðna áherslupunkta til beggja enda götunnar. Þar fær umgerðin aukna vídd, þar eru einnig stærstu verslanimar og veitingastaðir, sem teygja sig inn í göturýmið án þess að skýr mörk séu á milli. Gróðurinn tengir hæðimar enn betur saman og færistigamir undirstrika þau tengsl enn með sífelldri hreyfingu. Á það var lögð áhersla að vanda til um allt efnisval til innréttinga og klæðninga í þessum kjama byggingarinnar. Þar skiptir vissulega máli, að viðhaldsvinna verði í lágmarki, þrátt fyrir mikinn mannfjölda, sem gengur um gættir, en einnig hitt, að skapa festu í umhverfismyndinni þannig að breytingar og endumýjun verði fyrst og fremst merkjanlegar í verslunarútstillingum og við einstakar, tímabundnar „uppákomur”. Um húsnæði verslana og þjónustuaðila innan miðstöðvarinnar gilda önnur lögmál. Þær em svo ólíkar sem þær eru margar, og eðlilega leggur þar hver og einn áherslu á að ná athygli vegfarandans með útstillingum, innréttingu, litum og lýsingu. / ARKITEKTÚR OG SKIPULAG Til þess að mæta þessu og undirstrika enn frekar, var sú leið valin, að hver verslun fékk sér eigin ráðgjafa um hönnun forhliðar og innréttinga, og fengu þeir all-frjálsar hendur um útlit og efnisval, innan þess ramma, sem mótaður var með innréttingu götunnar. Vissulega gerðist þetta ekki algjörlega samræmingarlaust, en engar tilraunir voru heldur til þess gerðar að steypa alla í eitt mót. Þannig komu við sögu nokkrir tugir hönnuða, sem hver setur sitt svipmót á endanlegt útlit götunnar, eins og raunar ætti að vera ljóst af mismunandi efnisvali og efnistökum. Það var von okkar, sem nú er orðin að sannfæringu, að sú heildarmy nd, sem umhverfið í göngugötunni hafði fengið, væri nægilega skýr og rýmið nægilega vítt, til þess að leyfa heilmikið frjálsræði í lit og formum einstakra eininga, án þess að afleiðingin yrði glundroði og kaos. En byggingin er meira en götur, torg og búðir, og annað það, sem mætir auga aðkomumanns. Baksviðs eru vörulagerarog aðkomuleiðir að þeim, tækjaklefar, tæknirými og sá búnaður allur, sem nauðsynlegur er til að tryggja vellíðan og öryggi þess fjölda starfsmanna og viðskiptavina, sem þar dveljast.Þótt þessi þáttur byggingarinnar sé kannski ekki áhugaverður sem „arkitektúr”, þá hefur hann vissulega veruleg áhrif á formun hennar ytra sem innra. Utlit og heildarformgjöf byggingarinnar eru á sinn hátt afieiðing þeirrar stefnu, sem tekin var varðandi innirýmið, verslunargötuna og þá tiltölulega einföldu grunnmynd, sem af henni leiðir. Ennfremur skiptir þar máli samspilið milli innirýmis og dagsbirtu, sem við erum að leitast við að höndla inni í byggingunni miðri, en útiloka frá þeim „bakrýmum”, sem liggja næst útveggjum. Þannig varð til þetta lokaðaform, nánast rétthymingur að grunnfleti og án mikils breytileika í hæð, þar sem þakformin urðu eitt helsta áhersluatriðið í myndinni. Þennan rúma hektar þakflatar vildum við brjóta upp og nálgast á þann hátt mælikvarða aðliggjandi byggðar, eins og hún var fyrirhuguð á þeim tíma. Ennfremur vildum við halda í þá hugmynd í upphaflegu skipulagi svæðisins, að Borgarleikhús héldi sínu mikilvægi í heildarmynd svæðisins-, þótt síðari skipulagsákvarðanir hafi gert slíkar hugleiðingar marklitlar. Nú hefur “Kringlan” verið starfrækt um hálfs annars árs skeið. Það þarf svo sem engan að undra, að ekki voru né eru allir samdóma um þá framkvæmd eða nauðsyn hennar yfirleitt. í dag ætti þó að vera unnt að leggja betra mat á hvemig til hefur tekist um að ná þeim markmiðum, sem að var stefnt varðandi rekstur, undirtektir og aðsókn. Það á að vera hægt að sjá nú, hvort ákvörðunin um nýjan miðbæ Reykjavíkur á þessum stað var rétt, og hve rökréttar þær hönnunarforsendur og hönnunamiðurstöður hafa verið, sem af þeirri ákvörðun leiddi. Um það ætla ég ekki að dæma hér, en sú staðreynd, að í Kringluna sækja að meðaltali 70 til 80 þúsund manns í viku hverri sýnir þó a.m.k. að einhverra úrbóta var þörf í verslunarumhverfi í borginni. Það gæti ennfremur bent til þess, að víðar en á þeim vettvangi megi bæta umhverfi, og að þar megi nýta þá tiltölulega nýju tæknimöguleika, sem fyrirfinnast í dag - t.d. til að byggja yfir stór rými, hita þau upp og gera örugg gegn jarðskjálftum, eldvá og öðrum katastrófum, og auka með því fjölbreytni borgarlffsins á öllum árstímum og við öll veðurbrigði. Hrafnkell Thorlacius 83 ARKITEKTUR OG SKIPULAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.