Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Blaðsíða 86
SKOÐANAKONNUN I KRINGLUNNI
Laugardaginn 4. febrúar var framkvæmd skoðanakönnun í
Kringlunni á vegum tímaritsins Arkitektúr og skipulag. Tilefni
könnunarinnar vartemablaðsins„Vetrarborgir“ og tilgangurinn
var að komast að því hvaða áhrif y firbyggðar götur hafa á í slendinga.
Tilhögun könnunarinnar var þannig að spurt var á einum degi frá
opnun til lokunar þannig að svör fengust bæði þegar fjölmennt og
fámennt er íKringlunni. Reynt varað hafajafnadreifingu milli kynja
og aldurshópa og þeir ekki spurðir sem voru yngri en 20 ára.
Kringlan er af dálítið öðrum toga en venjulegar yfirbyggðar
göngugötur. Kringlan flokkast frekar sem verslunarmiðstöð en
yfirbyggð göngugata eða miðbær. Almennt má segja að aðspurðir
hafi verið ánægðir með Kringluna og þá aðallega að vera undir þaki
með fjölbreytt úrval verslana. Helsti ókostur var talin aðkoman sem
þykir þröng, dimm og villandi, bæði fyrir gangandi og akandi. Að
hluta til stafar það af því að það umhverfi er ekki alveg frágengið
ennþá.
Markmið könnunarinnar var aðallega að athuga hvort fólk fengi
innilokunarkennd f svona rými, hvemig því liði í því og hvort við
séum á réttri braut varðandi þessi efni. Af niðurstöðum má draga þá
ályktun að fólki líður yfirleitt vel í almenningsrými Kringlunnar.
Helstu gallar eru þrengsli á annatímum, hávaði og skortur á fjölbreytni
í almenningsrými og ef eitthvað er, þá er þar um óþarflega mikinn
íburð að ræða. Einnig má benda á ýmis önnur atriði, svo sem mikinn
byggingarkostnað og leka í þaki.
Þetta bendir til að fólk hafi tekið þessu nýmæli vel og sé undir það búið
að þessari þróun verði haldið áfram á breiðari grundvelli þannig að
verslunarmiðja verði jafnframt eins konar hverfamiðja. Hér fara á
84
eftir helstu niðurstöður úr könnuninni. Spurt var hversu oft viðkomandi
kæmi í Kringluna og svömðu 62% að þeir kæmu oftar en tvisvar í
mánuði en 38% sjaldnar.
- 47% dvöldu í Kringlunni minna en eina klukkustund, 34% 1 -3 tíma
ogl9% lengur en þrjár klukkustundi.
- á einkabíl komu 81%, í strætisvagni 14% og gangandi voru 5%.
- frá Reykjavík komu 79%, en 21% komu annars staðar frá.
_ 86% fundust verslanimar mátulega stórar, 14% fundust þær of
litlar, 5% of stórar.
- 83% fannstdagsljósiðinniveranægjanlegt, 17%fannstþaðoflítið,
auk þess nefndu aðspurðir of litla lýsingu og skammdegislíðan.
- 72% fannst loftið inni vera gott, en 20% nefndu of þungt loft.
- 54% fannst almenningsrýmið vera fullnægjandi, 34% sæmilegt en
12% fannst það vera ófullnægjandi.
-41% fannst ytra umhverfi og aðkomu vera ábótavant, 36% fannst
hún vera sæmileg og 23% svöruðu skemmtileg. Þeim sem voru
óánægðir fannst vera mengun af bílum, langt í strætisvagn, drungalegt
og þröngt. Hverjir eru aðal ókostir Kringlunnar?
13% aðspurðra fannst verslanir of dýrar -10% fundu enga galla - um
of mikinn hávaða kvörtuðu 6% - 3% töldu umhverfi of einhæft - 2%
kvörtuðu yfir bílastæðum - 5% kvörtuðu yfir of miklum fjölda fólks
á annatímum. Hverjir eru aðal kostir Kringlunnr?
55% töldu það aðalkost Kringlunnar að þar væri hægt að versla undir
þaki - 45% töldu það mesta kostinn að þar væri hægt að fá allt á sama
stað - 14% minntust á fjölda verslana -12% á fjölbreytt úrval -og5%
á nálægð.
Tryggvi Líndal
ARKITEKTUR OG SKIPULAG