Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Blaðsíða 76
Uppfinningamaðurinn Rickard Lindström, höfundur
þurrsalemisins, hefur án alls efa fengið flest heiðursverðlaun
allra umhverfisvemdunarmanna. Allt frá 1939 hefur hann
unnið að gerð þessarar byltingar í salernismálum sem nú er seld
beggja vegna Atlantshafsins. Sjálfur er hann búsettur í Svíþjóð en
vinnur vestra með Abby Rockefeller (bróðurdóttur Nelsons) en það
er einmitt þar sem framleiðsla hans náði sér alvarlega á strik. Ekki
skaðaði það að Jane Fonda og aðrar stjömur skiptu um og hentu
vatnssaleminu (Fonda á 10 stykki af Clivus Multrum).
En hvað er svona merkilegt við þetta þurrsalemi? Jú, það gerir allar
skolpleiðslur óþarfar og þar með hreinsistöðvamar. Allur slíkur
kostnaður fellur niður. Mengun af völdum salernismála verður einnig
núll. í stað þess fellur til lyktarlaus og skaðlaus áburður, eins
samsettur og mold. En enda þótt allir geri sér grein fyrir yfirburðum
þurrsalemisins er langur vegur frá
því að það sé almennt tekið í notkun
og hér á landi fyrirfinnst það
sennilega ekki ennþá.
En lítum nú á tækið: Það er
salernisstóll (án vatnskassa
auðvitað),sem tengdurerviðu.þ.b.
eins kúbikmetra gám úr trefjaplasti.
Gámurinn inniheldur torf, lauf,
bakteríur og sveppi, rétt eins og
botn venjulegs skógar. Viðgáminn
má einnig tengja sorprennu fyrir
lífrænt sorp frá eldhúsi. Sem sagt,
úrgangurinn fer ekkert lengra en í
gáminn og eftir tvö ár frá
notkunartöku má byrja að fjarlægja
áburðinn þurran og lyktarlausan
og nota hann í garðinn.
Við þessa lýsingu vakna auðvitað ótal spurningar:
Er lykt í baðherberginu? Nei, yfirþrýstingur loftsins í kerfinu kemur
í veg fyrir það.
Sést niður í salernisopið á klósettinu? Nei, sérstök loka opnast um leið
og sest er á klósettsetuna.
Hvert ferhlandið? Gegnum sérstaka leiðslu, sem tengist þvottavatni,
baðvatni og öðru sápuvatni og auðvelt er að hreinsa.
Hvað safnast mikið fyrireftirárið? Rúmmál þess sem sett er ígáminn
minnkar sem svarar 19/20.
Hvað með sýkla? Sýklar sem fara niður í gáminn verða undir í
baráttunni við þær bakteríur sem eru þar í sínu eðlilega umhverfi.
Kostnaður? Byggingarkostnaður lækkar í heild.
Það sparast einnig 25 tonn af vatni á mann á hverju ári, sem skiptir
raunar meira máli fyrir sveitarstjómir en neytandann.
74
ARKITEKTUR OG SKIPULAG