Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Blaðsíða 10

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Blaðsíða 10
ÞAÐ ER VETUR í BÆ Sumum finnst veturinn leiðigjam. Það finnst þeim ekki sem temja sér útivist á vetmm. „Þeirhlakka til vetrarhelganna eins og sumarhelganna.“ Þannig farast Eysteini Jónssyni orð, þeim ódrepandi útilífsmanni og náttúruunnanda í ágætri grein í Skátablaðinu 1974. Þar hvetur hann til útivistar allan ársins hring og bendir á margar leiðir fyrir einstaklinga og félagasamtök og bendir á ábyrgð stjómvalda. Hann segir að þeir sem venjist ungir vetrarferðum búi að því alla ævi. Ég er ein þeirra sem minnist margra ferða í æsku að vetrarlagi í öllum veðrum. Þá voru fjarlægðir aðrar og vegir verri en nú er og oft dvalist í skíðaskálum yfir páska og áramót, og stundum urðum við veðurteppt. En þessar ferðir voru ekki síðri en sumarferðir um fjöllin blá, fjölbreytileg kynni af landinu geta aðeins orðið til góðs en aldrei til ills. Útivistin fær blóðið til að renna hraðar í æðum, eykur þrek og vellíðan. En grundvöllur þess að njóta útiveru að vetrarlagi er að sjálfsögðu að klæða sig skynsamlega. Það er í raun ekki fyrr en á síðustu árum að okkur hefur lærst það sæmilega. Einkum eru böm vel og hlýlega klædd. Sú var tíðin að menn urðu að velja á milli kulda- og regnfata: blotna eða svitna. Núeröldinönnur. Hægt er að fá regnföt sem anda og vatnshelda leðurgöngu skó. „ Það er hressandi að vera úti í vondu veðri ef maður er vel klæddur,“ heyrist oft sagt. Það er að sjálfsögðu hægt að bregða sér í stutta göngu hvenær sem er og hvar sem er. En það er einnig hægt að velja ákveðnar gönguleiðir í Reykjavík og nágrenni, ganga fjöru, fara í Öskjuhlíðina eða Elliðaárdalinn svo eitthvað sé nefnt. Vil ég í þessu sambandi nefna ágætan leiðarvísi: „Gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu, leiðarvísir ogkort", sem kom út á liðnu ári. Þareru nefndarekkifærrientuttugu gönguleiðir í Reykjavík, auk leiða í öllum nágrannasveitarfélögunum, Bláfjallafólkvangi og Reykjanesfólkvangi svo eitthvað sé nefnt. Er þar um auðugan garð að gresja. Ennfremur má geta þess að Útivist og Ferðafélag íslands bjóða upp á skipulagðar ferðir allt árið, m.a. sunnudagsgönguferðir. Er þetta til fyrirmyndar og hentar fólki á öllum aldri. Miklu meira mætti gera til að hvetja fólk til útiveru árið um kring. Hér gæti sjónvarpið gegnt mikilvægu hlutverki, auk annarra fjölmiðla, með því að gera stutta þætti um vetraríþróttir og kynna gönguleiðir. Enga slíka þætti er að fínna í vetrardagskrá sjónvarps og útvarps í ár. Félagasamtök sem 8 áhuga hafa á útivist ættu að hafa hönd í bagga með gerð slíkra þátta. Skipulag borgarinnar miðast að miklu leyti við bfla. Þá vilja böm og gangandi fólk gleymast. Hvergi í Reykjavík er t.d. hægt að vera öruggur um börn nema á sérstökum þröngum gæsluvöllum. Enginn almenningsgarður í Reykjavík er girtur þar s^m böm geta óhindrað leikiðsér. ÞegarsnjóaríReykjavíktekurekkibetravið. Göturnareru mddar á þann hátt að „fjallgarðar" myndast við gangstéttirnar. Margir, einkum gamalt fólk, geta lokast inni svo dögum skiptir. Það ætti að huga að greiðfærum gönguleiðum til jafns við göturnar. Þeir íþróttastaðir sem eru sérstæðastir hér á landi eru vafalaust sundstaðimir með heitum útilaugum og enn heitari pottum til að mýkja vöðvana. „Sundið er allra meina bót,“ segja þeir sem til þekkja. Víst er um það að loftið og vatnið bægja frá fólki flestum kvillum. Sálfræðingur sagði mér að einn þáttur í meðferð skjólstæðinganna væri sund. Kemur það ekki á óvart enda væri hægt að spara margar svefntöflur og róandi lyf ef allir syntu oft og vel. Það hefur orðið okkur mikil gæfa að kunna að nýta heita vatnið á þennan hátt. Skíðaíþróttin hefur orðið æ vinsælli eftir því sem aðstaðan hefur batnað, t.d. í nágrenni Reykjavíkur þar sem skíðafólki býðst fjölbreytt og örvandi umhverfi og tært fjallaloft. Hver kemur ekki heim endumærður á sál og líkama eftir góða skíðaferð? Eysteinn Jónsson, sem átti hvað mestan þátt í uppbyggingu á Bláfjallasvæðinu, segir í áðurnefndri grein um bætta aðstöðu til skíðaferða og þýðingu slíkra ferða: „Leggja þarf snjóruðning og vegaviðhald á þessum slóðum til jafns við það, sem gerist á þýðingarmiklum almennum samgönguleiðum, því að hér er um það að tefla að þúsundir landsmanna venjist við útivist á vetrum, temji sér skemmtilega íþrótt og sættist við íslenska vetrarveðráttu, en það verður árangur þeirrra kynna við hana, sem þessu fylgja.“ Ein er sú vetraríþrótt sem hefur orðið útbreidd síðustu ár, en er bæði tímafrekari og kostnaðarmeiri en þær sem hér hafa verið nefndar. Það er hestamennskan. Reykvíkingar eiga núna á fjórða þúsund hross og íbúar höfuðborgarsvæðisins á sjöunda þúsund. Reiðmennskan hefur orðið fjölskyldusport og farið er í útreiðar um helgar að vetrarlagi og oft og iðulega í miðri viku. Þá er riðið um nágrennið, Heiðmörk, Geitháls. Reiðskóli starfar yfir veturinn en bygging Reiðhallarinnar er einkum að þakka sameiginlegu átaki hestamanna og bændasamtakanna. Einnar vetraríþróttar sakna ég hér í Reykjavík. Sú er bæði skemmtileg, hressandi, ódýr og krefst lítils tíma. Þetta er skautaíþróttin. Það má furðu gegna og er til vansa að ekkert vélfryst svell skuli finnast í sjálfri höfuðborginni. GamliMelavöllurinn, semoftvarsprautaðurfyrrum, er nú horfinn og hætt að gera svell á Tjöminni, en hún minnkar nú stöðugt. Að vísu mun áður en langt um líður rísa skautahöll, mikil og dýr, sem fullnægir öllum kröfum. Hvenær ætla Islendingar að komast yfir flottræfilsháttinn? Hefði ekki verið nær að fá eitthvað minna og ódýrara hér fyrir mörgum árum? Krakkar hafa ómælda ánægju af að renna sér á skautum, og margir fullorðnir líka. Þegar ég var unglingur í skóla hreifst ég af kenningu franska heimspekingsins Montesquieuumáhrifloftslagsáþjóðareðli. Þessar kenningar höfðu haft áhrif á Bjarna Thorarensen og koma m.a. sterkt fram í ljóði hans Vetrinum. Einkenni norðursins og kuldans áttu að vera kraftur, viljaþrek, baráttuþrek og frelsisþrá. Suðrænar þjóðir einkenndi örlyndi, lífsgleði og ástir, allt eftirsóknanlegir eiginleikar, en jafnframt dugleysi og tilhneiging til munaðar og hóglífis. í kvæði BjamakemurglæsilegurknaphpersónugervingurVetrar, ríðandiyfir Gullinbrú á hvítum hesti með norðurljósin bylgjandi á hjálminum. Vetur er faðir Vorsins og ríkir yfir því. í þessari kenningu Frakkans leynist áreiðanlega sannleikskorn, - veturinn getur aukið okkur þrek og ánægju. Það vita þeir sem hafa tamið sér útivist á þeim árstíma og hlakka til vetrarhelganna ekki síður en sumarhelganna. Gerður Steinþórsdóttir ARKITEKTUR OG SKIPULAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.