Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Blaðsíða 97
REGLUR UM SNJÖMOKSTUR Á ÞJÓÐVEGUM.
1. Vegagerðin sér um allan snjómokstur á þjóðvegum, og hafa verkstjórar hennar stjórn hans á hendi.
Verkstjórar greiða því ekki annan kostnað við snjómokstur en þann, sem þeir hafa stofnað til eða
samþykkt.
2. Vegagerðin greiðir helming kostnaðar við snjómokstur á öllum þjóðvegum þegar beðið hefur verið um
hann og greiðsla hins helmnings kostnaðarins verið tryggður, enda telji verkstjóri moksturinn koma
fleiri vegfarendum til góða en þeim, sem um moksturinn biður. Óskir sveitarfélaga um helmingamokstur
gangi að jafnaði á undan óskum einstaklinga.
3. Vegagerðin greiðir allan kostnað við mokstur nokkurra mikilvægra samgönguleiða, þó ekki nema
ákveðinn fjölda daga í viku eða mánuði. Sé óskað eftir meiri mokstri á þeim vegum skal kostnaði við
hann skipt skv. 2. grein. Hver verkstjóri fær skrá yfir þá vegi á hans svæði, sem þessi grein nær til.
4. Vegagerðin greiðir fyrsta mokstur á haustin (október, nóvember), svo fyrstu snjóar stöðvi ekki umferð og
ökumönnum gefist kostur á að ljúka ferð sinni. Vegagerðin greiðir einnig síðasta mokstur á vorin (apríl, maí),
nema um hann hafi verið beðið áður en verkstjóri telur tímabært.
5. Vegaeftirlitið í Reykjavík hefir með hendi samræmingu snjómoksturs um allt land.
6. Verkstjórum ber að varast að moka, þegar veður er óhagstætt eins og í snjókomu eða skafrenningi eða
þegar slík veður eru fyrirsjáanleg. Ennfremur skulu þeir fækka mokstrardögum eða leggja mokstur
niður um lengri eða skemmri tíma í samráði við vegaeftirlitið, þegar kostnaður við hann er orðin
óhóflegur.
7. Ef vegir eru færir þann dag eða þá daga, sem moka á, verður ekki mokað aðra daga í stað þeirra. Sé ekki
unnt vegna veðurs að opna á áætlunardegi, má opna næsta færan dag á eftir.
8- Þegar vegur er opnaður, skal stefnt að því,að hann sé opin til umferðar eins fljótt og unnt er eftir kl.8.°°
að morgni. Lokist vegur eftir kl. 19.°°,verður hann ekki opnaður aftur nema í undantekningartilfellum.
9. Ekki er heimilt að opna sama veg oftar en tvisvar í viku, sé hann opnaður jafnoft eða sjaldnar samkv.
snjómokstursreglum.
' 0. Á mjög snjóþungum vetrum geta sveitarfélög, sem verða fyrir verulegum útgjöldum vegna snjómoksturs
sótt um endurgreiðslu til Vegagerðar ríkisins á hluta þess kostnaðar, sem, þeim ber að greiða samkvæmt
2. gr. Endurgreiðsla skal þó aldrei nema hærri fjárhæð en helmingi af hluta sveitarfélaga.
*• Mánaðarlega skal senda til vegaeftirlitsins í Reykjavík upplýsingar um kostnað við snjómokstur á
einstökum vegarköflum og skal haft samráð við vegaeftirlitið um það.
Breiðdalsheiði sem styttir leiðina milli Héraðs og Suðurlands um 58
km. A vetrum eru famar aðrar leiðir sem auðveldara er að halda
opnum. Fyrir fáum árum lokaðist vegurinn yfir Þorskafjarðarheiðina
á sama hátt yfir vetrarmánuðina og var oft ekki opnaður aftur fyrr en
í júnímánuði. Þá var ekki akfært til ísafjarðar stóran hluta ársins, en
nú er kominn nýr vegur um Steingrímsfjarðarheiði og unnt hefur verið
að opna þann veg samkvæmt „snjómokstursreglum” einu sinni til
tvisvar í viku allan veturinn.
I mörgum tilfellum getur umferð og þörf vegfarenda til að komast á
tnilli staða gefið tilefni til tíðari opnunar en nú er. Þar má nefna
Breiðadals- og Botnsheiðar sem tengja saman Flateyri, Suðureyri og
Samþykkt af Samgönguráðherra, desember 1985.
ísafjörð, Fjarðarheiði sem tengir Seyðisfjörð við Hérað. Oddsskarð
sem tengir Norðfjörð og Neskaupstað við Suðurfirði o.fl. A öllum
þessum leiðum er hins vegar um erfiða og snjóþunga fjallvegi að fara
og þá ræður kostnaður við opnun oft meiru um tíðni en þörf. Af
framantöldum stöðum nýtur Seyðisfjörður þeirrar sérstöðu að þar er
ekki flugvöllur.
Á mynd er sýnt hvernig umferð hefur breyst á undanfömum árum á
Biskupstungnabraut við Sog sem er dæmi um landsbyggðarveg sem
að jafnaði er opinn til umferðar allt árið.
Sama mynd fyrir Hafnarfjarðarveg sýnir hins vegar að lítill munu er
á vetrar- og sumarumferð þegar komið er í þéttbýli.»»
ARKITEKTUR OG SKIPULAG
95