Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Page 9
HALLIR SUMARLANDSINS
Frá ómunatíð höfum við íslendingar flutt með okkur
minningu um sumarlandið, þar sem gefur að líta
iðjagræna velli, þar sem gaukar gala, laukar spretta og
svanir syngja á tjömum. A sveimi okkar yfir kalda eyðisanda
norðursins í ellefu hundruð ár höfum við ekki getað gleymt
þessu sumarlandi.
Þótt meira en 90% íslensku þjóðarinnar hafi nú flutt í þéttbýli
þá hefur okkur enn ekki tekist að búa okkur þetta drauma-
land. Það næsta sem margir hafa komist þessum draumi hefur
verið að byggja sér sumarafdrep í túnfætinum heima eða á
fallegum stöðum sem eitthvað komust í líkingu við sumar-
landið.
Fyrir nokkrum áratugum opnaðist okkur sá möguleiki að
fljúga á vit sumarlanda erlendis og dvelja þar í leiguhúsnæði
nokkrar vikur á sumri. Þessa möguleika hafa tugþúsundir
íslendinga notfært sér á hverju ári að undanfömu og snúið til
baka sólbrúnir og úthvíldir til þess að takast á við næsta vetur.
Minna hefur verið gert til þess að nýta tiltæka tækni og
möguleika til þess að koma upp okkar eigin „sumarlöndum“
hér á landi þar sem við gætum fundið hvíld og gróðursælt
umhverfi jafnt sumar sem vetur. Aðrar þjóðir, sem eiga
jafnvelekkiaðgangaðjarðhita, einsogt.d. Hollendingarhafa
samt víða komið sér upp slíkri aðstöðu. Aðgangur að þannig
„sumarlöndum“ ætti að geta orðið mun ódýrari en flugfar til
sólarlanda og sjálfsagður hluti af lífi alþýðu manna hér á
landi.
Margt bendir samt til þess að hér sé breytinga að vænta.
Margir íslenskir hönnuðir hafa að undanfömu bent á hvernig
við getum skipulagt byggð og hannað mannvirki sem taka
mið af íslensku veðurfari og aðstæðum og henta okkur mun
betur en verið hefur.
Sumarbústaðir sem hingað til hafa fyrst og fremst verið til
sumardvalar í nokkra mánuði eru nú í vaxandi mæli byggðir
sem heilsárshús þar sem fólk býr og jafnvel vinnur mikinn
hluta ársins.
Að íslendingar gætu sjálfir eignast fasteignir á erlendri grund
og komið þar upp sínum eigin „sumarlöndum“ til orlofsdvalar
fyrir unga sem aldna hefur allt fram á síðustu ár verið
fjarlægur draumur, en slík fjárfesting hefur nú verið heimiluð.
A öllum þessum sviðum höfum við nú möguleika á að láta
drauminn um sumarlandið rætast ef viljinn er fyrir hendi.
Gestur Ólafsson
ARKITEKTUR OG SKIPULAG
7