Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Page 12

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Page 12
KOSTNAÐAR- OG GREIÐSLU ÁÆTLANIR GETA KOMIÐ í VEG FYRIR GREIÐSLU- ERFIÐLEIKA Tilgangurinn með gerð kostnaðar- og greiðsluáætlana er að stuðla að sem mestu öryggi við íbúðarkaup eða húsbyggingar. Sé raunveruleg fjárþörf séð fyrirog áætlað hvernig fjármögnun verður háttað, má koma í veg fyrir hugsanlega greiðsluerfiðleika. FYRRI ÁÆTLUN MEÐ UMSÓKN Þegar sótt er um lán hjá Húsnæðisstofnun ríkisins þarf umsækjandi að skila til stofnunarinnar svonefndri fyrri kostnaðar- og greiðsluáætlun. Umsækjandi er því aðeins lánshæfur, að stofnunin samþykki þá áætlun. Afgreiðsla sjálfs lánsins er síðan háð því að umsækjandinn festi kaup á íbúð eða byggi fyrir verð sem er nálægt því sem þar kemur fram (framreiknað). SEINNI ÁÆTLUN 3 MÁNUÐUM FYRIR LÁNVEITINGU Þegar umsækjandi hefur tekið ákvörðun um íbúðarkaup eða byggingu, skal hann skila Húsnæðisstofnun seinni kostnaðar- og greiðsluáætlun. Hún þarf að berast stofnuninni eigi síðar en þremur mánuðum fyrir útborgunardag fyrri hluta lánsins. AÐSTOÐ FAGMANNA íbúðarkaupendur og húsbyggjendur eru eindregið hvattir til að notfæra sér þjónustu fasteignasala, hönnuða og annarra, sem þekkingu hafa, við að áætla greiðslubyrði vegna fyrirhugaðra kaupa eða byggingar, eins nákvæmlega og unnt er. HAFÐU ÞITT Á HREINU ífí' RÁÐGIAFASTÖÐ HÚSNÆÐISSTOFNUNAR

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.