Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Page 19

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Page 19
UMHVERFISFRÆÐSLA FYRIR FERÐAMENN HÖF: SIGRÚN HELGADÓTTIR Sigrún auk líffræöiprófi frá Háskóla íslands 1978 og meistaraprófi frá háskólanum í Edinborg 1981 í auölindanýtingu, þar sem hún lagði sérstaka áherslu á stjórn og skipulag útivistarsvæða. Plankastígar í Krísuvík í Reykjanesfólksvangi. ólk í skemmtiferð. Ferðamenn eru í fríi. Erlendis hefur verið kannað eftir hverju fólk sækist í skemmtiferð. I ljós kom: 1) Margir vilja losna undan viðteknum hegðunar- og umgengnisvenjum, of mikilli skipulagningu og því að láta aðra ráða gerðum sínum. 2) Aðrir vilja komast að heiman, t.d. ef heimilisaðstæður eru erfiðar eða til að komast úr öruggu umhverfi í hættulegt. 3) Enn aðrir eru á flótta frá þrúgandi hversdagsleika, í von um að hitta nýtt fólk, öðlast nýja reynslu eða fá breytt lífsháttum eða umhverfi. Allir eru með ákveðnar væntingar og oft fara hlutimir öðruvísi en ætlað var. Úrhellisrigning, krakkamir óþægir og bfllinn alltaf að bila. Jafnvel þótt slíkar ófarir komi ekki til, þá eru ferðamenn oft viðkvæmir, sætta sig ekki við að eitthvað komi í veg fyrir að þeir fái notið til fullnustu þeirrar ferðar sem þeir hafa lengi undirbúið og hlakkað til. Árekstrar sýnast óumflýjanlegir þegar t.d. fólk á flótta undan streitu og hávaða leitar öræfakyrrðar og hittir fyrir hóp fólks á torfærujeppum ákveðinn í að komast einhverja ákveðna leið, hvað sem það kostar. Gott skipulag getur komið í veg fyrir mikið af slíkum árekstrum. Skipuleggja þarf margar gerðir útivistarsvæða, hvert með sín einkenni og reglur um umgengni, og stórum svæðum má beltaskipta á þann hátt. En hér var ekki ætlunin að fjalla um skipulag útivistarsvæða heldur þá tækni sem reynst hefur best við að fá fólk til að virða skipulag og reglur svæðanna, draga úr árekstrum bæði á milli mismunandi gestahópa og á milli gesta og starfsmanna og síðast en ekki síst ARKITEKTÚR OG SKIPULAG 17

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.