Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Side 20

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Side 20
Frá áningarstöðum í Bandaríkjunum. í gestastofu í þorpinu Edale í Tindahéraði, þjóðgarði í Englandi. auka ánægju fólks af útivist og áhuga þess á vemd umhverfis síns. Gæsla útivistarsvæða. Fyrst eftir stofnun þjóðgarða í Bandaríkjunum voru það her- menn, gráir fyrir jámum, sem gættu þess að ekki væri beitt búfé eða höggvin niður tré í görðunum.Eftir að útivist jókst á svæðunum breyttust aðferðir við stjórnun þeirra, farið að ráða náttúrufræðinga og kennara að bandarískum útivistarsvæðum til að ota öðru efni og mýkra en byssum að gestum svæðanna. Þessu nýja starfsfólki var ætlað að hafa áhrif á gjörðir gesta með fræðslu um land og náttúru. Mennt var þeirra máttur. 18 Svipuð saga hefur endurtekið sig í öðrum löndum. Á árum áður voru innan Landavarðafélags Islands oft umræður um það, hvort landverðir væru frekar lögreglumenn eða leiðbeinendur. Því var haldið fram, að ef meiri tími gæfist til að fræða gesti útivistarsvæða þá gengju þeir sjálfkrafa betur um og öll stjórnun yrði auðveldari en ella. Fræösla fyrir feröamenn.Sú fræðsla sem veita þarf ferðamönnum er margs konar. Upplýsingar, leiðbeiningar og útskýringar um allt milli himins og jarðar: Hvað er langt frá Hveradölum á Kerlingarfjöll? Hvað heitir bóndinn á bænum ARKITEKTUR OG SKIPULAG

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.