Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Page 27

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Page 27
Árbæjarhverfi, ljósm: Landmælingar íslands. hjá Peter Bredsdorf í Kaupmannahöfn, en honum hafði verið falið að gera nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík. Stefán tók frá upphafi þátt í þessari vinnu og í framhaldi af því var honum falið ásamt Reyni Vilhjálmssyni og fleirum að gera deiliskip- ulag að nýjum hverfum hér í borg. Þetta voru geysilega fyrirferðarmikil og flókin verkefni og tóku mestallan tíma Stefáns eftir að hann kom heim og hóf rekstur teiknistofu sem hann síðan rak í félagi við aðra til dauðadags. Að öðrum ólöstuðum hygg ég að Stefán hafi átt hvað drýgstan þátt í því hve vel tókst til í skipulagi þessara nýju hverfa, einkum Arbæjarhverfis og neðra Breiðholts. Þar nýttust honum vel Þeir eiginleikar sem áður voru nefndir að viðbættri lífsreynslu °g gamansemi sem var full af mannlegri hlýju. A fundum og 1 umræðu um erfið mál, þegar allt virtist vera komið í hnút, átti hann til að slá á léttari strengi þannig að menn sáu viðfangsefnið frá öðru sjónarhomi en það dugði oft til þess að greiða næstum sjálfkrafaúrflækjunni Skipulagþessarahverfavartímamótaver sem hefur haft mikla þýðingu fyrir þróun skipulags á Islandi. Stefáni var umhugað um að varðveita menningararfleifð þjóðarinnar eins og hún birtist í handverki frá liðnum öldum og skila henni til komandi kynslóða. Að þessu vann hann alla ævi, einkum á vettvangi Heimilisiðnaðarfélags Islands en það stórefldistmeðanhann varformaðurþess 1968-82. Hannvissi að tæknin ein getur ekki skapað menningu, hugur og hönd urðuað vinnasaman. Hanntókgæðiframyfirmagn, innihald fram yfir ytra borð, sá það stóra í hinu smáa. I ARKITEKTÚR OG SKIPULAG 25

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.