Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Side 32

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Side 32
ÖÖIZ ISÖMETRIA SKURÐUR D-D SUMARBÚSTAÐUR í LANDI ÚT- HLÍÐARIIjBISKUPSTUNGUM, ÁRNESSÝSLU. Höf: Jón Ólafur Ólafsson Fyrirtæki:Batteríið Sumarbústaðasvæðið er staðsett vestur af Miðfelli og Bjam- arfelli og lóðin er á mörkum gamals beitarlands og kjarrskógar. Utsýni er tilkomumikið. Til suðurs er Hekla og þar vestur af sést á Eyjafjallajökul. Húsið er teiknað af eiganda þess og á að vera bústaður til heilsársnotkunar. I húsinu eru tvö svefnherbergi, snyrting og stórt opið rými með stofu, eldhúsi og borðstofu, sem opnast út á stóra verönd vestan megin hússins. Við mótun hússins var leitast við að skapa langt og mjótt hús, sem myndar eins konar vegg eða skjól gegn napurri norðaustanáttinni ogfellur vel að landslaginu. Húsið opnar sig gagnvart útsýni og sól. Húsið er byggt á trégrind með loftræstri klæðningu úr sléttum birkikrossvið, máluðum í dökkbláum lit. Þakið verður pappaklætt. Að innan eru útveggir klæddir með gipsplötum, en aðrir veggir, gólf og loft með sléttum birkikrossvið. Grunnflötur hússins er 55 m2.1 30 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.