Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Page 33

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Page 33
ARKITEKTÚR OG SKIPULAG SKURÐUR A-A SUMARBÚSTAÐUR Höf: Jón Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson Fyrirtæki: Batteríið Þessi sumarbústaður er hannaður með „fjöldaframleiðslu” í huga. Húsið er sjálfstæð eining en getur einnig staðið í klösum, nokkurhús tengd viðtrébrú og palla. Þaðgeturhentað vel fyrir ferðalög. Húsið er hugsað sem eins konar skermur eða skýlandi lófi, sem umlykur innra rými. I húsinu er eitt svefnherbergi, snyrting og eldhús í tengslum við stofu. Úr stofu er stigi á svefnloft með þremur svefnrekkjum. Húsið er byggt á trégrind með loftræstri klæðningu úr sléttum stenex-plötum í ljósum lit. Þakið er klætt með völsuðu, galvaniseruðu bárujárni. Gluggar í þaki er Velux-gluggar. Að innan eru veggir, gólf og loft klætt með sléttum birkikrossvið. 31

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.