Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Page 62

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Page 62
EININGARHUS FYRIR TJALDSVÆÐI O.FL Arkitektar: Grétar Markússon, Stefán Öm Stefánsson Verkfræði: Gunnar St. Ólafsson Landslag: Einar E. Sæmundsen. Ferðamálaráð Islands gekkst fyrir hugmyndasamkeppni um „búnað á tjaldsvæðum“ árið 1984, í samvinnu við Arkitektafélag Islands. 1. verðlaun í samkeppninni komu í okkar hlut og snemma árs 1986 hóf Trésmiðja Kaupfélags Hvammsfjarðar í Búðardal framleiðslu á litlum einingum fyrir hreinlætisaðstöðu á tjaldsvæðum eftir okkar teikningum. Einingamar eru 240 x 240 cm að grunnfleti, allar byggðar á sömu burðargrind, sem síðan er lokað með nokkrum gerðum veggeininga eftir þörfum. Þær má innrétta á ýmsan hátt og raða saman á marga vegu, eftir því sem hentar á hverjum stað. Ennfremur er hægt að byrja með eina eða tvær einingar og bæta við síðar. Skipulag innanhúss getur einnig verið með ýmsu móti, 2 salerni ogvaskaborðeralgeng byrjunareiningfyrirtjaldsvæði, en hægt er að fá sturtubotna, geymslueiningar, kaffistofu t.d. við skólagarða, búningsherbergi t.d. við íþróttavelli og jafnvel hafa einingar verið notaðar sem dómarastúkur við skeiðvelli. Möguleikamir eru sem sé legío og hafa langt í frá verið full- kannaðir. I lita- og efnisvali hefur verið reynt að gæta hófs, valdir litir sem falla að jarðargróðanum og moldarbörðunum, dökkgrár steindur pappi á þakið, sem hæfir vel litlum formum og berst ekki á. A þessu áritókTrésmiðjaAgústsMagnússonaríBúðardalvið framleiðslu á einingarhúsunum. I 60 ARKITEKTUR OG SKIPULAG

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.