Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Page 64

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Page 64
KÓPAVOGUR Hugmyndasamkeppni um skipulag í Fífuhvammslandi. HÖF. BIRGIR H. SIGURÐSSON Birgir lauk prófi í landfræði frá H.í 1978 og meistaraprófi í skipulagsfræðum frá University of Liverpool 1980. Birgir hefur veitt Bæjarskipulagi Kópavogs forstöðu frá 1. september 1988. Þann 11. maí s.l. kynntu bæjaryfirvöld í Kópavogi niðurstöður í hugmyndasamkeppni um skipulag í Fífuhvammslandi. Mtttaka var góð. Alls barst 21 tillaga. Fyrstu verðlaun hlutu ungir arkitektar, þeir Þorsteinn Helgason og Palle Lindgaard. Markmið með keppninni var að fá fram hugmyndir sem flestra um það hvaða möguleika skipulagssvæði hefði að bjóða og skapa umræðu um gerð byggðar í þéttbýli sem leitt gæti af sér nýjar hugmyndir.Fífuhvammsland liggur austan Reykjanes- brautar að Vatns-endalandi. Lega þess með tilliti til höfuðborgarsvæðisins gaf tilefni til þess að huga sérstaklega að nýtingu þess, hvernig best mætti með það fara. Því þótti bæjaryfirvöldum í Kópavogi það fýsilegur kostur að leita eftir hugmyndum sem flestra er láta sig skipulagsmál varða. Skipulagssvæðið náði til 184 ha. Hér á landi hafði því aldrei áður verið efnt til hugmyndasamkeppni á jafnstóru landsvæði. Gera skyldi grein fyrir heildarskipulagi keppnissvæðisins og að auki hugmy ndum höfunda að deiliskipulagi innan afmarkaðs reits. I keppnislýsingu var gerð grein fyrir óskum útbjóðenda, m.a. um landnotkun og íbúafjölda, 6000-7000 manns í tveimur skólahverfum. Bent var á helstu þætti opinberrar þjónustu sem reiknað skyldi með, þar á meðal allt að 20 ha kirkjugarði. Miðhverfi skyldi vera og í keppnislýsingu var vakin athygli á ýmsum atriðum sem taka skyldi tillit til, svo sem lögunar og legu eignarlanda ásamt gróðurreitum við sumarbústaði. Hugmyndasamkeppnin var auglýst í fjölmiðlum 10. nóv. 1988. Skilafrestur rann út 28. febr. 1989. Við mat á gæðum tillagna skyldi leitast við að líta jafnt tilhugmynda að heildarskipulagi og deiliskipulagi og gerði dómnefndin lista yfir matsatriði til notkunar við yfirferðog Skýringarmynd með deiliskipulgi miðhverfis. samanburð tillagna. Þau vörðuðu m.a. tengsl við aðliggjandi athafnasvæði, umferðarkerfi, opin svæði, drög að deili-skip- ulagi og heildaráhrif. Alls var um að ræða 47 atriði með mismunandi vægi sem könnuð voru í hverri tillögu. Ekki var búist við fullgerðum skipulagstillögum sem hægt væri án breytinga að hrinda í framkvæmd. En auðveldlega má sameina hugmyndir úr verðlaunatillögum og fá fram heil- steypta byggð sem hefur eftirsóknarverða kosti og er nýr kostur í mótun umhverfis fyrir komandi kynslóðir. í árangri hugmyndasamkeppninnar felst gott veganesti fyrir bæjaryfirvöld í Kópavogi við áframhaldandi skipulagsvinnu. I dómnefnd sátu: Olöf Þorvaldsdóttir skipulagsnefndarmaður (formaður), Kristinn Ó. Magnússon verkfræðingur, Richard Björgvinsson bæjarfulltrúi, Guðrún Jónsdóttir arkitekt og Hróbjartur Hróbjartsson arkitekt. Dómnefndin ákvað að veita þrenn verðlaun og keypti auk þess fjórar tillögur: 1. verölaun 3.340.000.- Höfundur: Þorsteinn Helgason, arkitekt Samstarf: Palle Lindgaard, arkitekt Aðstoð: Páll A. Pálsson, félagsfræðingur Anne Vibeke Sand, arkitektanemi UMSÖGN DÓMNEFNDAR. Helstaeinkennitillögunnarer mikil blöndun íbúða, atvinnu-starfsemi og þjónustu sem gerir hana afar sérstæða. Rétthymt gatnanet með randbyggð í miðhverfi við Reykjanesbraut tengist með aðalgötu hringlaga kjama í Leirdal. Upp frá aðalgötunni er frjálslega mótuð randbyggð. I tillögunni er gerð mjög góð grein fyrir útivistarsvæðum og 62 ARKITEKTUR OG SKIPULAG

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.