Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Page 70

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Page 70
FJÖLNÝTISTEFNAN, ný viðhorf í byggingarlist HÖF. ÁRNI Þ. JÓNSSON Árni Þ. Jónsson er nýútskrifaöur arkitekt. Arkitektar leitast oftast við að samræma verktækni og fegurðarskyn samtíðar sinnar. Þeir sem hafa reynt að nota nýja byggingartækni í gömlum stílbrigðum standa oftast eftir sem „ falskir “ fagmenn. I lok síðustu aldar og upphafi þessarar var það rík tilhneiging að teikna neo-klassískar byggingar, þótt burðarvirkin á bak við andlitin væru úr stáli og steinsteypu. Sem dæmi má nefna margar jámbrautarstöðvar víða um Evrópu, og Litlu og Stóru höllina (Petit og Grand Palais) í París. I dag stendur byggjendum og húsahönnuðum til boða gífurlegt úrval byggingarefna og aðferða. Þótt jámbent steinsteypasé nærallsráðandi, að minnsta kosti hér á landi, er erfitt að réttlæta einhvem einn stíl á grunni byggingartækni. Til dæmis hafa möguleikar steinsteypunnar einnar út af fyrir sig aukist gífurlega á síðustu áratugum, t.d. með tilkomu forspenntrar steinsteypu, sem hefur svo í för með sér enn meiri möguleika á byggingarformum. A áttunda áratugnum kom fram áberandi arkitekt í Frakklandi að nafni Jean Renaudie, sem hafði nýstárlegar lausnir fram að færa í fjölbýlishúsagerð. Þennan arkitektúr má helst telja „organiskan" en skörp hom og þríhymdar vistarverur og garðsvalir eru helstu einkenni hans. Með því að dreifa íbúðunum í stjömumynstri fékk hann fram mjög skemmtilega lausn á garðleysisvandamáli fjölbýlishúsaformsins. Flestar ef ekki allar íbúðimar hafa einkagarð. Hin innrýmin eru ýmist verslanir eða skrifstofur, en öll Til vinstri, „hús-stefni“ eftir Beaudoin,Toussel og Russelot í Nancy. Að neðan , nýstárlegt fjölbýlishús eftir Renaudie. 68 ARKITEKTUR OG SKIPULAG

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.