Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Síða 74

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Síða 74
MOTUN HONNUNARTEMA Form starfsemi og form umhverfis HÖF: TRAUSTI VALSSON Trausti Valsson, f. 1946, lauk arkitektúr- og skipulagsnámi í Berlín 1972 og doktorsprófi frá Berkeley 1987. Krísuvíkurmiðstöð. Vestrið og austrið mætast. Miðstöð á miðju landinu. Hönnunartemu í menningarsögunni í sögu by gginggarlistar og skipulags hafa hönnunartemu verið með ýmsu móti. Úr þessari grein menningarsögunnar er okkur orðið byggingarstíll hvað þekktast og af þekktum gömlum stílum má nefna rómanska stílinn, gotneska stílinn og renaissancestílinn. Það sem liggur að baki, eða hefur mótað byggingarstíla, getur verið æði mismunandi og oft einkennast þeir bæði af félagslegum og formrænum einkennum og í sumum tilfell- um er þetta tvennt svo samhæft og tengt, að það myndar órofa heild. í slíkum tilfellum, í slíku umhverfi, er samband forms og innihalds svo heilt og órofa að heimsmynd og lífsviðhorf birtast fullkomlega í forminu - en jafnframt verður okkur ljóst að lögmál formsins hafa jafnframt átt þátt í því að móta heimsmynd viðkomandi tímabils eða viðkomandi stíls. Mótun hönnunartema Á þessari öld umbrota og up- plausnar hefur mjög losnað um þau bönd sem tengdu form og innihald. Oft er gripið til einhverra útlitslegra formtema til að reyna að auka samræmi í útliti, en oft er þetta svo úr tengslum við starfrænt eðli viðfangsefnisins að úr þessu verður in- nantómur formalismi. Óskafyrirkomulagið er það, að hönnuðurinn fái að koma inn í þróun starfshugmyndar þegar í upphafi og geti átt þess kost að sveigja starfshugmyndir að aðstæðum staðhátta og öðrum formrænum hugmyndum. Undirritaður hefur nýlega orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að starfa að mótun tveggja slíkra verkefna. I báðum tilfellum er um félagslegar miðstöðvar í öflugu eyðilegu landslagi að ræða. Fyrra tilfellið er sá ásetningur Krýsuvíkursamtakanna að byggja upp miðstöð og vinnuskóla í Krýsuvík fyrir unglinga í vímuvanda og seinna verkefnið spratt upp úr því að hugmynd- ir mínar um hálendisvegi hafa fengið hljómgrunn, en að slíkum góðum vegum fengnum er auðvelt að reisa og reka miðstöð, t.d.ráðstefnumiðstöð á hálendinu. Hefur forsætis- ráðuneytið veitt mér styrk til að vinna að slíkum frum- hugmyndum. Um miöstöövarnar tvær Það sem einkennir staðhætti beggja þessara miðstöðva er einmanalegt og gróðursnautt landslag. í Krýsuvík er þetta eldfjallalandslag en á hálendinu eru það gráir öræfasandar milli hvítra jökla. En, mundi margur segja, er þetta ekki nokkuð ólíkindaleg staðsetning fyrir starfsemi affélagslegum toga? Jú, það virðist það í fyrstu, en þegar betur er að gáð leynast einmitt í þessum staðsetningum mjög óvenjulegir möguleikar að ná fram sterkum hönnunartemum, formrænum temum sem ríma við þau star- frænu temu sem ég hef mótað með samstarfsmönnum mínum. 72 ARKITEKTUR OG SKIPULAG
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.