Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Síða 75

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Síða 75
Ég mun nú í stuttu máli gera grein fyrir hvernig formræn og starfræn temu ná að falla saman í þessum tveimur verkefnum. Hugmyndin um þorp í Krýsuvík í umræðunni um ein- manaleika skólahússins í Krýsuvík hefur mörgum yfirsést að þaðerstaðsettviðtúnfót Krýsuvíkurbýlisins. Býliðeraðvísu komið í eyði en eftir standa 8 refahús, 1100 m2 fjós, ráðsmannshús og starfsmanna- hús. Þessi húsakostur býður upp á sérstæða möguleika á að skapa þau atvinnutækifæri sem 2ja ára vinnuskóli krefst. Refahúsunum má t.d. breyta í gróðurhús og fjósinu í ferða- og útivistarmiðstöð þarna í miðjum Reykjanesfólkvangi. Megineinkenni á vanda unglinganna, sem eiga við vímuvanda að stríða, er rótleysi og vöntun lífsinnihalds. Það umhverfi sem á að hjálpa þeim til að vinna bug á þessum vanda verður því að mótast af andhverfu þessa vanda, þ.e. umhverfi sem hefur rót og staðfestu og hefur í öðru lagi sterkt tilfinn-ingalegt innihald. Tilfinningalegt innihald veita samtök á borð við Krýsuvíkursamtökin með því að hafa trúarlegan þátt í starfi sínu. En hvemig er nú hægt að láta formræna hönnun í Krýsuvík ríma við þetta tema? Hugsun um þetta leiddi okkur til temans „klausturþorpið” sem oft fær styrk sinn úr andstæðunni við einmanalegt og grýtt umhverfi. Aður vorum við búin að fá þá hugmynd að auka jarðsamband og samtengingu stakstæðra húsa með hleðslum að veggjum húsa og með því að tengja svæðið saman með steinhlöðnum görðum, líkt og var á gömlum bóndabæjum. Og nú kom fram hugmynd sem styrkti hina sagnfræðilegu rót og gerði hana um leið sannari og skemmtilegri. Hér þarf fyrst að nefna að miklar líkur eru taldar á því, að orðstofninn krýs tengist landnámi keltneskra einsetumanna á þessu svæði. Hér kom nú fram sú ábending að steinhleðslur eru einmitt einkennandi fyrir byggðir Kelta á Hjaltlandi og á írlandi og með þessu var steinhleðslu- og trúartemað í Krýsuvfk búið að fá bæði starfræna og sögulega rót. Tema hálendismiðstöðvarinnarHægt er að hugsa sér mörg temu fyrir hálendismiðstöð og má þar t.d. nefna fjallahótel, útivistarmiðstöð og heilsumiðstöð. Ég. ætla þó að bregða hér stuttlega upp lýsingu á tema af öðrum starfrænum toga, ekki síst vegna þess að það verkar sterkt með auðninni og einmanakenndinni, en þó á allt annan hátt en er gert í Krýsuvík. I Krýsu vík var það félagslega temað að yfirvinna örðugleikana með að efla hæfileikann til aðlögunar í erfiðu félagslegu umhverfi, sem þýðir, að því er umhverfishönnun varðar, að fella mannlega byggð á næman hátt að hrjóstrugu landslagi. I „Háborginni” er það hugmynd mín að hönnunartemað sé hið ARKITEKTÚR OG SKIPULAG 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.