Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Page 78

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Page 78
Séð úr vestri. Líkanmynd efri hæð SIGBJÖRN KJARTANSSON stundaði nám við Arkitekth0gskolen í Osló, haust '82 - vor' 87. Lokaverkefni haust '87, útskrifaður í jan. '88. Lokaverkefni: SAFNHÚS OG TÓNSKÓLI Á HÖFN í HORNAFIRÐI „Þetta er bygging sem hýsa skal: Bókasafn, skjalasafn, byggðasafn, náttúru- og listasafn og tónlistarskóla Hafnarhrepps og/eða A-Skaftafellssýslu. Sameinaðar eiga þessar stofnanir að vera menningarmiðstöð, sem liggur vel við daglegri umferð Hafnarbúa og er auðsótt ferðamönnum. Byggingaráætlun var samin með fulltingi forstöðumanna téðra stofnana, í samræmi við nýjustu kröfur og af nokkurri framsýni; alls tæplega 1500 m2 nettó. Lóð var valin 6000 m2 spilda á vesturbakka Hafnarlands, milli Heilsugæslustöðvar og Hótels Hafnar. Byggingin er þrjár álmur, T-laga á tveimur hæðum. Aðalálman liggur frá norðri til suðurs og neðri hæð fellur að hluta til inn í landið. Markmiðið með þessari uppbyggingu er: 1. að auðkenna „stað” í bæjarmyndinni og leysa aðkomu á ákveðinn hátt, norðaustan hússins. 2. að undirstrika landslag lóðarinnar og afmarka útisvæði Byggðasafns sunnan hússins. 3. að snúa öllum skrifstofum og vinnuherbergjum í vesturátt, að tignarlegri jöklasýn sem er aðal Hafnar." I 76 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.