Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Side 82

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Side 82
útskrifaðist frá Kunstakademisk Arkitektskole í Kaupmahöfn vorið 1987. Lokaverkefni: NORRÆNT LISTAMAN- NASETUR „Tillaga þessi er seinni hluti lokaverkefnis sem fjallar um skipulag útivistarsvæða í bænum Espergærde á Sjálandi, við strönd Eyrarsunds. A einu af útivistarsvæðunum er gert ráð fyrir að byggt sé aðsetur fyrir norrænan listamann. I byggingunni er fyrirhugað að norrænir listamenn hinna ýmsu listgreina starfi og búi allt að þremur árum og að í byggingunni myndist eins konar menningarsetur þess lands sem listamaðurinn kemur frá hverju sinni. Það er því gert ráð fyrir að starfsemin í húsinu sé mjög opin út á við: listamaðurinn kynnir sig og list sína fyrir dönskum listamönnum með heimboðum og sýningum. Ég hef í tillögu minni skipt starfseminni niður í 3 byggingar, þannig staðsettar að á milli sín mynda þær aflokað svæði sem snýr burt frá útivistarsvæðinu niðri við ströndina. Byggingamar þrjár eru - Ibúðarhús, þar sem á 1. hæð eru hin opinberu rými fyrir móttöku gesta. - A 2. hæð eru gestaherbergi og svefnherbergi. - Frá íbúðarhúsinu er glergangur yfir í vinnustofuna, sem er opin í 2 hæðir, en með svölum sem tengjast svefnálmu lista- mannsins. Vinnustofunni er snúið 20° miðað við íbúðarhúsið til að fá birtu frá norðri inn í hana. Yfir bílageymslunni er séríbúð fyrir húshjálp." I 80 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.