Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Page 89

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Page 89
ÆVINTYRII SNÆLANDSSKOLA HÖF. Aðalsteinn Ingólfsson Aðalsteinn Ingólfsson er listfræðingur að mennt og ritstjóri menningarmála á DV. Hann er höfundu nokkurra bóka í íslenskri. myndlist. Ljósm: Ragnar Th. Sigurðsson. Um veggmyndir Magnúsar Pálssonar. Magnús Pálsson á að baki langan og fjölþættan listferil. í meir en aldarfjórðung hefur hann beitt sér fyrir stöðugu endurmati viðtekinna hugmynda í myndlistinni, innleitt ný og róttæk viðhorf til listsköpunar og unnið að því að gera að engu hefðbundin mörk milli lifnaðar og listar. Bæði sem my ndlistarmaður og kennari hefur Magnús tvímæla- laust haft mikil áhrif á hugarfar þeirrar kynslóðar íslenskra myndlistarmanna sem nú fikrar sig fram eftir listabrautinni. Sextugur að aldri á hann enn drjúga innistæðu í hugmynd- abankanum. Þótt sjálfsagt sé erfitt að finna samnefnara fyrir margháttaðar framkvæmdir Magnúsar á listasviðinu, skúlptúra hans, bóklist, geminga, listkennslu, leiklestra, þá komumst við sennilega nær merkingu þeirra ef við höfum hugfast að rætur hans liggja ekki í myndlist, heldur í leikhúsinu. A sjötta áratugnum stundaði Magnús nám í leikmyndagerð, bæði í Birmingham og Vínarborg, og vann síðan mörg verkefni fyrir íslenska leikhópa. Því var Magnús fær um að nálgast myndlistina tiltölulega óbundinn af rótgrónum myndlistarlegum viðhorfum. Seint á sjötta áratugnum, þegar myndlistin knúði dyra hjá honum, var Magnúsi einnig styrkur að hvatningu og uppörvun vinar síns, Dieters Roth, sem þá var búsettur á íslandi og vann að uppstokkun á ýmsum viðteknum sjónarmiðum í myndlist. Reynsla Magnúsar af leikhúsi skýrir einnig næmi hans á 87 ARKITEKTUR OG SKIPULAG

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.