Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Page 7

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Page 7
SíGILD ÞÆGINDI Heimili á að vera hlýtt viðkomu. Þar viljum við njóta lífsins og slaka á í voðfelldri kyrrð frá amstri daganna. Við höfum hvert og eitt okkar sérstaka lífsmunstur. En með okkur öllum býr tilfinning fyrir þeim glæsileik og munaði sem leggur upp af snertingu við fallegt, mjúkt og vandað teppi. Hjá Teppalandi - Dúkalandi geturðu valið um eitt- hundrað gerðir af teppum úr ull og gerviefn um, mottur, dregla, stök teppi og teppi horn í horn. Við leggjum metnað okkar í að hafa á boðstólum einungis vandaða vöru. Viðskiptavinir velja á milli verðflokka eftir því sem hverjum hentar. Boðið er upp á mikla fjölbreytni í litum og munstrum Auk þess sérpöntum við teppi samkvæmt listum og sýnishornum sem liggja frammi í verslun okkar að Grensásvegi 13 í Reykjavík. Þú finnur þar örugglega eitthvað að þínum smekk. Teppaframleiðendur sýna nú meiri hugkvæmni en nokkru sinni fyrr í litavali og hönnun. Teppaland — Dúkaland flytur inn gólf- teppi, dregla og mottur frá Belgíu, Dan- mörku, Vestur-Þýskalandi, Bretlandi, Hollandi og Bandaríkjunum. Sérhvert framleiðsluland hefur upp á sérstaka kosti að bjóða. Má nefna að dönsk stök teppi eru hönnuð af heimsfrægum listamönnum og í vestur-þýsku hágæðateppin eru ofin einstök og spennandi munstur eftir kunna arkitekta og listmálara. Gólfmeistarar hjá Teppalandi — Dúkalandi ráðleggja viðskiptavinum um val á teppum inn á heimili og vinnustaði. Við mælum út fyrir teppum horn í horn, sníðum teppin og sjáum um að leggja þau svo að hvergi verði nokkrir hnökrar á. Hjá Teppalandi — - Dúkalandi færðu einnig góð ráð um hvernig best er að gagnhreinsa teppi, hreinsiefni og annað sem til þarf. Ef þú vilt fá eitthvað mjúkt, hlýlegt og upplífgandi inn í tilveruna ættirðu að huga að nýju teppi. Stilltu strengina. Komdu í Teppaland — Dúkaland og fáðu hreinan og ferskan tón og sígild þæg- indi inn á heimilið. Gólfmeistarar í meira en 20 ár Teppaland • Dúkaland Grensásvegi 13 ■ sími 83577

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.