Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Síða 14
gróðureyðingin. Hins vegar deila menn
enn um hver eigi að sinna þeim málum og
bera ábyrgð á aðgerðum í þeim efnum.
Til þess að skýra betur út hvert verður
verksvið hins nýja ráðuneytis og varpa
þannig Ijósi á umhverfismálin almennt er ef
til vill rétt að vitna í nýsetta reglugerð, sem
var staðfest hinn 7. júní s.l. Þar kemur
fram hver verkefni þess eru nákvæmlega
og hvaða stofnanir heyra undir ráðuneytið.
Samkvæmt reglugerðinni ber hinu
nýja ráðuneyti að fara með mál er varða:
1. Náttúruvernd, friðunar- og
uppgræðsluaðgerðir á sviði gróður- og
skógverndar að fengnum tillögum
náttúruverndarráðs og í samráði við
landbúnaðarráðherra, útivist og aðstöðu til
náttúruskoðunar, aðgerðir til að stjórna
stofnstærð villtra dýra, dýravernd og
eflingu alhiiða umhverfisverndar,
mengunarvarnir svo og gerð
landnýtingaráætlana í samráði við önnur
ráðuneyti, sveitarstjórnir og stofnanir.
Stofnanir: Náttúruverndarráð og
embætti veiðistjóra ríkisins.
2. Varnir gegn mengun á landi, lofti og
legi, eyðingu og endurvinnslu hvers konar
úrgangs frá byggð og atvinnuvegum.
Stofnanir: Yfirstjórn Hollustuverndar
ríkisins að því er varðar mengunarvarnir
og yfirstjórn Siglingamálastofnunar að því
er varðar varnir gegn mengun sjávar.
3. Byggingar- og skipulagsmál, gerð
landnýtingaráætlana og mál er varða
landamælingar og hvers konar kortagerð.
Stofnanir: Skipulag ríkisins og skipu-
lagsstjórn, Landmælingar íslands.
4. Rannsóknir á sviði umhverfismála í
samráði og samvinnu við aðra aðila,
veðurspár, veðurathuganir og aðrar
mælingar á ástandi lofthjúps jarðar og
alþjóðlega samvinnu á því sviði.
Stofnanir: Veðurstofa íslands og
Náttúrufræðistofnun íslands.
5. Fræðslu- og upplýsingastarfsemi á
sviði umhverfismála.
6. Frumkvæði að samræmingu á
aðgerðum ráðuneyta, einstakra ríkis-
stofnana og sveitarfélaga í málaflokkum,
sem snerta framkvæmd umhverfismála,
svo sem í löggjöf um losun úrgangsefna
og varnir gegn loft-, hávaða-, titrings-,
geislunar-, Ijós-, varma- og lyktarmengun.
7. Alþjóðasamskipti og samvinnu á sviði
umhverfismála. Hvað varðar lið 3, öðlast
hann ekki gildi fyrr en 1. janúar 1991.
Þetta hefur m.a. í för með sér, að setning
nýrra skipulags- og byggingarlaga mun
tefjast að sama skapi.
Eitt fyrsta verkefni hins nýja
ráðuneytis er að undirbúa og setja
12
umhverfisverndarlöggjöf. Nú þegar hefur
verið skipuð 5 manna framkvæmdanefnd,
sem mun vinna að undirbúningi og samn-
ingu lagafrumvarps um alla þætti umhverf-
isverndar. Gert er ráð fyrir, að sett verði á
stofn sérstök umhverfisverndarstofnun,
sem sinni eftirlits- og rannsóknarhlutverki í
umhverfismálum. Starfsemi á vegum
náttúruverndarráðs verður sjálfkrafa í deild
innan hinnar nýju stofnunar. Þá er gert ráð
fyrir, að öll dýravernd, stjórn á stofnstærð
villtra dýra svo og fuglafriðun verði í einni
deild, þ.m.t. eyðing refa og minka,
hreindýrin o.s.frv. Þá má búast við því, að
mengunarvarnir og aðgerðir til að draga úr
hvers konar mengun verði þegar fram líða
stundir í einni deild. í fjórðu deildinni verða
svo gróðurmálin. Gert er ráð fyrir, að
umhverfisráðuneytið fari með
eftirlitshlutverk og rannsóknir á því sviði.
Einnig er gert ráð fyrir, að ráðuneytið geti
hlutazt til um sérstakar aðgerðir til
gróðurvarna á landi utan svæða, sem eru
nýtt til landbúnaðar. Um þetta atriði hefur
verið mikið deilt og telja sumir, að öll
gróðurvernd eigi áfram að vera undir forsjá
landbúnaðarráðuneytisins, en
umhverfisráðuneytið eigi aðeins að sinna
eftirlitshlutverkinu. Sá sem nú skipar
embætti umhverfisráðherra er hins vegar
þeirrar skoðunar, að gróðureyðingin sé
stærsta umhverfisvandamál íslands.
Umhverfisráðuneyti, sem ekki ætlar sér að
hafa nein veruleg afskipti af því, á ekki mik-
inn rétt á sér.
Mengunarmálin eru ofarlega á baugi.
Komið hefur í Ijós, sem reyndar marga
grunaði þar á meðal undirritaðan, að þau
eru í miklu ólagi hér á landi. Almenningur
hrökk við þegar upplýsingar birtust um
mikla mengun í fjörum, sem jafnast á við
það, sem gerist í fjölmennustu
iðnaðarríkjum Vestur-Evrópu.
Sorphirðuvandamál eru gífurleg, og opnir
sorphaugar, þar sem innyfli úr sláturfénaði
liggja eins og hráviði fyrir hunda og manna
fótum, svo ekki sé talað um mávagerið,
sem þar er á ferð, eru algeng sjón á
íslandi.
Nánast vikulega koma nú fram fréttir í
fjölmiðlum um alvarleg mengunarmál á
íslandi. Þannig brá mönnum í brún, þegar
fréttir bárust af grunnvatnsmengun,
hugsanlega PCB mengun, í landi Eiðis á
Langanesi af völdum sorphauga við gömlu
ratsjárstöð Varnarliðsins á
Hrollaugsstaðafjalli. Holræsamál eru einn-
ig í miklum ólestri og fer brátt að líða að
því, að við komumst í óefni vegna meng-
unar í hafinu frá skolpútrásum, sem brýtur í
bága við ýmsa alþjóðlega samninga, sem
við höfum undirritað. Umhverfismálin eru
alþjóðleg. Okkur ber skylda til þess að
virða rétt annarra þjóða og tryggja, að við
verðum ekki völd að mengun á umhverfi
annarra. Þess vegna er lögð gríðarleg
áherzla á alþjóðlegt samstarf á sviði
umhverfismála og sameiginlegt átak í þeim
efnum. Við megum ekki gerast eftirbátar
þar. Sérstakur starfshópur á vegum
ráðuneytisins hefur þegar hafið störf á
þessum vettvangi. Er honum ætlað að
kanna ástand í sorphirðumálum um allt
land og koma með tillögur til úrbóta, þar
sem einkum verði hugað að aukinni endur-
vinnslu. Á sama hátt er fyrirhugað að taka
á holræsamálunum. í báðum þessum
málaflokkum er um að ræða mjög
kostnaðarsamar aðgerðir og nauðsynlegar
framkvæmdir til úrbóta, sem geta orðið
hinum minni sveitarfélögum erfiðar
fjárhagslega. Það verður því m.a. verkefni
umhverfisráðuneytisins að hjálpa til við að
finna leiðir til þess að fjármagna slíkar
aðgerðir.
Það er í þessu Ijósi, sem menn verða
að skoða þá ákvörðun að stofna sérstakt
umhverfisráðuneyti á íslandi. Yfirstjórn
umhverfismála hefur fram til þessa verið
mjög óljós og ómarkviss og hver vísað á
annan. Við höfum hingað til ekkert látið að
okkur kveða á alþjóðlegum vettvangi í
umhverfismálaumræðunni og lítið sinnt
samtaka aðgerðum allra þjóða heims til að
bæta umhverfið og draga úr þeim umhverf-
isspjöllum, sem þegar hafa verið unnin.
Umhverfismálin eru alþjóðleg og ekkert
land getur því skorizt úr leik. Nágranna-
lönd okkar kæra sig áreiðanlega ekkert
um, að við höldum áfram að menga hafið
og loftið án tillits til þess, að slík mengun
berst hratt á milli landa. Við höfum gerzt
sérstakir talsmenn þess að verja hafið
gegn hvers konar mengun. Við verðum þá
að sjálfsögðu að vera öðrum til fyrirmyndar
í þeim efnum.
Það er því svo sannarlega kominn tími
til, að við tökum okkur tak í þessum efnum.
ísland er matvælaframleiðsluland. Við
eigum allt undir því komið, að okkur takist
að varðveita þá ímynd, sem ísland hefur á
erlendum vettvangi, sem hreint og
ómengað land. Það hefur því vakið nokkra
furðu margra erlendra aðila, þegar þeim er
tjáð, að fyrst nú sé verið að skipa umhverf-
ismálunum þann sess, sem þeim ber í
stjórnkerfi landsins. Þeim þykir við um-
gangast fjöregg okkar með nokkurri léttúð.
Þeir sem hafa verið og eru á móti sérstöku
umhverfisráðuneyti ættu að hugleiða, að
við erum að tefla á tæpasta vað í útflutn-
ingsmálum íslendinga, þegar við neitum að
takast á við umhverfismálin. ■
i
Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil
umræða og áróður fyrir umhverfisvernd og
umhverfisfræðslu, ekki bara hér á landi
heldur og um allan heim. Tilgangurinn er
að vekja almenning og nemendur til
meðvitundar um náttúruna og afleiðingar
mengunar.
MANNGERT UMHVERFI
í umræðu um umhverfisvernd og
umhverfisfræðslu hefur lítið borið á fræðslu
um okkar nánasta umhverfi, þ.e
„manngerða umhverfið” sem er ramminn
um daglegt líf þeirra sem búa í þéttbýli,
eða um 90% þjóðarinnar.
Með hugtakinu manngert umhverfi er
átt við allt sem við upplifum og skynjum í
kringum okkur, s.s. yfirborðsáferð, fleti,
byggingar og rýmin á milli þeirra, umferð
og atferli manna. Gæði umhverfis endur-
speglast í samspili þessara þátta og þeim
skynhrifum sem við verðum fyrir.
Það er almennt viðurkennt að
umhverfið hafi áhrif á hegðan og vellíðan
mannsins og því mikilvægt að huga að því
og tengslum þess við náttúruna. Manngert
umhverfi jafnt sem náttúrulegt á að veita
okkur upplifanir og löngun til að dvelja og
njóta félagsskapar. Þetta umhverfi er
skapað af okkur og við höfum áhrif á
hvernig það er útfært.
NNGERT
MHVERFI
BERGLJÓT S. EINARSDÓTTIR
arkitekt
HAFDÍS HAFLIÐADÓTTIR
deildararkitekt á Borgarskipulagi.
%
mm
f
Ú
13