Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Page 17

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Page 17
versla, bíða eftir strætó, bera út póstinn o.fl. Þetta er atferli sem á sér stað allan ársins hring og auðgar mannlíf ef ytri aðstæður til þess eru fyrir hendi. Með sjálfvöldu atferli er átt við það sem við tökum okkur fyrir hendur í okkar nánasta umhverfi ef rými og staður leyfir. Svo sem að fara í gönguferðir, virða og njóta nánasta umhverfis, liggja í sólbaði o.þ.h. Þessar athafnir eiga sér einungis stað ef umhverfið býður upp á það. Með mannlegum samskiptum er átt við leik barna, kveðjur og samtöl nágranna, sameiginlegar athafnir (hreinsa götuna), þátttöku í klúbbstarfi og loks það sem er algengast, að vera hlutlaus áhorfandi. Þessar athafnir eru verulega háðar gæðum útirýma og aðstæðum fyrir félagasamtök í hverfinu. Rými eru mikilvægur þáttur í umhverfismótun þéttbýlis. Samspil náttúru og mannvirkja. Þar fer margt fólk um svo maöur getur notiö þess sem hlutlaus áhorfandi eöa valiö aö tala viö næsta mann. 15

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.