Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Side 22

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Side 22
UMHVERFI, VERNDUN OG SKIPULAG STEFÁN THORS skipulagsstjóri ríkisins íslendingar hafa löngum veriö duglegir viö aö tileinka sér aðferöir og nýjungar sem vel hafa reynst erlendis og hafa iðulega leitað eftir ráögjöf til annarra landa til aö koma innlendum sérfræöingum á sporið. Á sviöi skipulags- og byggingarmála eru tvö málefni sem hafa verið mjög ofarlega á baugi á síöastliönu ári. Annaö snertir mat á áhrifum framkvæmda á umhverfið en hitt er náin tenging húsfriðunar og verndunar viö skipulagsþáttinn. Hvorugt þessara málefna er nýtt af nálinni. Þannig hafa Bandaríkjamenn unnið aö mati á umhverfislegum áhrifum framkvæmda (EIA, Environmental Impact Assessment) í a.m.k. 20 ár og í allri Evrópu hafa húsverndunarmál veriö ofarlega á baugi undanfarna áratugi. Þaö er hins vegar fyrst nýlega aö farið er að vinna markvisst aö þessum málum á Norðurlöndum og hefur Skipulag ríkisins í samvinnu við aðrar stofnanir unnið aö því aö kynna þessi mál hér á landi. MAT Á UMHVERFISLEGUM ÁHRIFUM Námsstefna á vegum norrænna skipulagsyfirvalda um mat á umhverfislegum áhrifum var haldin í Helsinki dagana 21. og 22. mars 1990. Á námsstefnunni var fjallað um mat á umhverfislegum áhrif- um á skipulagsstigi. (E: EIA = Environmental Impact Assessment, S: MKB = Miljökonsekvensbedömning, N: KU = Kon- sekvensutredning, D: VVM= Vurdering af virkninger pá miljöet). Mynd úr dönskum bæklingi frá dönsku skipulagstjórninni um mat á umhverfislegum áhrifum framkvæmda.

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.