Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Síða 27

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Síða 27
má nefna aö það er ein okkar aðalröksemd í því máli að raska ekki með vanhugsuðum aðgerðum eða aðgerðarleysi viðkvæmu jafnvægi náttúrunnar í umhverfi okkar. Hreint land, loft, vatn og ómenguð matvæli eru alls ekki lengur sjálfsagðir hlut- ir þó að það sé sem betur fer svo á Islandi og verði vonandi um ókomna tíð. Heilsuhraust þjóð,- í fögru landi, sem að meðaltali verður allra þjóða elst hefur fram að bjóða hluti sem eru ekki bara verðmætir í óeiginlegum skilningi heldur geta verið undirstaða efnalegrar velferðar þjóðarinnar til langframa ef rétt er á haldið. Til þess að svo verði þarf að marka sjálfstæða stefnu í kynningarmálum á alþjóðavettvangi. Slík stefna þarf að útfærast á skipulegan hátt þannig að hún undirstriki sérstöðu lands og þjóðar í hug- um útlendinga. Jákvæð ímynd íslands getur síðan orðið til að styrkja hverskyns sölustarf íslenskra fyrirtækja á erlendum vettvangi og jafnframt aukið áhuga útlendinga á ferðalögum til landsins og á því að leita eftir þjónustu hér á landi. Aiþjóðlegt frumkvæði í að stuðla að hreinna umhverfi, heilbrigðara lífi og skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda hæfir landinu, vörum þess og þjónustu og styður fyrirtæki í markaðssókn erlendis, hvort sem er í matvæla- eða ferðaiðnaði. í þeirri samkeppni sem íslensk fyrirtæki eiga í á matvælamarkaði er ímynd hreinleika mikils virði og getur ráðið vali neytenda. Á sama hátt mun slík ímynd auka áhuga ferðamanna á að heimsækja landið, sem bæði eykur áhuga á íslenskum vörum, jafnframt því að leggja grundvöll að áhugaverðri atvinnustarfsemi í ferðamannaþjónustu. íslensku útflutningsfyrirtækin hafa gert sér grein fyrir þessu og þess eru ánægjuleg dæmi að einstakar vörutegundir njóti mikils og verðskuldaðs álits á markaði byggt á jákvæðri ímynd íslands sem ómengaðs lands. Hver vara sem nær slíkum árangri styður við bakið á öðrum íslenskum vörutegundum vegna jákvæðra tengsla og markmiðið hlýtur að verða að nafnið ísland eða íslenskt veki sjálfkrafa jákvæð viðbrögð erlendra kaupenda. Skynsamleg skipulagning ferða- þjónustu getur ef rétt er á haldið styrkt grundvöll dreifðrar byggðar í landinu. Ánægjulegasti vaxtarbroddur í ferðaiðnaði undanfarinna ára er ferðaþjónusta bænda. Þar eru vaxtarmöguleikar mjög verulegir og langt frá því að vera tæmdir. Þvert á móti ætti það að vera stefnumál bændasamtaka og stjórnvalda að auka verulega þessa starfsemi, sem getur bæði verið arðvænleg aukabúgrein einstakra bænda og þjóðhagslega mjög áhugaverð starfsemi.Vegna nauðsynlegs samdráttar í búskap landsmanna hafa þær aðstæður skapast að nú er bæði til vannýtt vinnuafl og húsnæði víða í sveitum lands- ins, sem með litlum tilkostnaði mætti breyta þannig að kæmi ferðastarfsemi að gagni. Það er nánast samdóma álit þeirra sem reynt hafa að vart finnist betri næturstaðir ferðamanna á byggðu bóli en þeir sem ferðaþjónusta bænda býður. Við eigum fremur að efla slíka gistiþjónustu, sem undirstrikar sérstakt eðli landsins, fremur en að fjárfesta umfram getu í stórum hótelum sem eru illa nýtt og óhagkvæm. Það er auðvitað takmarkað hve mörgum ferðamönnum við vildum og gætum tekið á móti, en einmitt þeir sem skilja töfra þess að dvelja á sveitaheimilum og njóta íslenskrar gestrisni bænda og búaliðs eru sú tegund ferðamanna sem við ættum að sækjast eftir. Maður fær ekki varist þeirri hugsun að meginþungi sölustarfsemi íslenskra ferðasöluaðila hafi ef til vill beinst að röngum markhópum- fólki sem tekur sólarmyndirnar eilífu í bæklingum ferðaskrifstofanna til marks um það að hér sé alltaf sól og sumar og verður svo fyrir vonbrigðum með að Spánarveðrið bregst því í íslandsferðinni. Réttu markhóparnir ættu hinsvegar að vera þeir sem vilja reyna eitthvað nýtt, eitthvað óvenjulegt, fólk sem vill á sig leggja til að skoða náttúrufegurð og njóta þess sem ísland eitt hefur upp á að bjóða. Hinir fara bara til Spánar eða annarra sólarstranda. Sólskin og hiti eru á flestum stöðum keimlík en hvergi á jarðkringlunni kynnast menn íslenskri slagveðursrigningu nema koma til íslands. ísland er umhverfisparadís - og við þurfum ekki og eigum ekki að biðjast afsökunar fyrir landið okkar né veðrið. Ekki einu sinni fyrir hátt verðlag sem er þrátt fyrir allt síst hærra en víða annars staðar í Evrópu þegar allt er talið. Ef við lítum á hve mörgum ferðamönnum við gætum mest tekið á móti þannig að samrýmdist skynsamlegri nýtingu landsins og verndun umhverfisins þá er ólíklegt að sú tala gæti verið miklu hærri en fimm hundruð þúsund ferðamenn á ári og væri hugsanlega fullnóg áður en þeirri tölu væri náð.Til samanburðar má nefna að á síðasta ári ferðuðust 23 milljónir Breta til útlanda í sumarleyfi sínu. Þá eru eftir allar hinar þjóðirnar sem leggja land undir fót í sumarfríinu sínu. Það er alveg Ijóst að við hvorki viljum né getum tekið á móti nema nánast ómælanlega smáu hlut- falli allra þeirra nágranna okkar sem ferðast í sumarleyfinu. Kannski er það okkar gæfa að hafa aldrei náð þeim árangri sem við ætluðum okkur í markaðssetningu íslands sem ferðamannalands því þá væru ef til vill milljónir búnar að traðka niður landið okkar og viðkvæma náttúru þess og við sjálfir einhvers konar gísl í eigin landi. Við þurfum að marka stefnu í ferðamálum sem setur ekki sem endanlegt markmið að auka fjölda ferðamanna ár frá ári heldur miklu fremur að skipuleggja hve mörgum ferðamönnum við getum tekið við þannig að samrýmist því markmiði okkar að varðveita umhverfisparadísina sem við til allrar hamingju ennþá eigum. Þeir ferðamenn sem við eigum að sækjast eftir hafa bæði efni á því að sækja okkur heim og vilja eitthvað á sig leggja til að kynnast óvenjulegum hlutum sem ekki eru í boði annars staðar. Þeir eru hvorki smeykir við íslenska veðráttu né íslenskt verðlag, enda gera þeir sér grein fyrir að hér býr þjóð sem þarf að takast á við það alla daga ársins en ekki bara í stuttum fríum. Þjóð sem vonandi gerir sér grein fyrir því að gæði landsins bæta margfalt fyrir hvert það óhagræði sem fylgir búsetunni hér - í íslenskri umhverfis- paradís. ■ 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.