Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Page 29

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Page 29
LOFT MYND : LANDMÆLINGAR ÍSLANDS. Samkvæmt gildandi skipulagslögum eru öll sveitarfélög skipulagsskyld og skulu allar byggingar ofanjaröar og neðan og önnur mannvirki sem áhrif hafa á útlit umhverfisins gerðar í samræmi viö áöur gerðan skipulagsuppdrátt sem samþykktur hefur veriö af hlutaðeigandi sveitarstjórn og skipulagsstjórn ríkisins. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skiptist byggðin í landinu í sveitarfélög sem stýra sjálf sínum málefnum á eigin ábyrgö. Það mun vera að yfirlögðu ráði að það skuli vera byggðin sem skiptist í sveitarfélög en ekki landið eða ríkið. Hugsanlega er þetta vegna þess að menn hafa ekki treyst sér til að taka á þeim ágreiningi sem að öllum líkindum fylgir því að skipta hálendinu í sveitarfélög. Þannig skiptist landið í byggð og óbyggð og gilda ólíkar reglur eftir því hvort á við. Þetta hefur það í för með sér að nauðsynlegt er að geta sagt hvar byggðin endar og óbyggðin byrjar. Ef það er hægt væri um leið komin skilgreining á hálendinu, sem er þá óbyggðir utan sveitarfélaga. í byggingarlögum er tekið fram að óheimilt sé að grafa grunn, reisa hús eða breyta því eða notkun þess eða gera önnur 27

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.