Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Síða 31

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Síða 31
er mjög bagalegt þótt svo að málin hafi blessast fram til þessa. Þannig hafa gegn- um árin komið upp mál annað slagið s.s. bygging sæluhúsa, flugbrauta og virkjana þar sem óljóst er hvaða aðilar eigi að fjalla um málið. Með sífellt aukinni umferð um hálendið og tilheyrandi mannvirkjagerð svo ekki sé talað um virkjanaframkvæmdir og lagningu háspennulína er illt til þess að hugsa að þessi óvissa haldist. Til þess að á þessu verði ráðin bót og festu komið á málsmeðferð byggingarmála á hálendinu þarf að koma til annað tveggja að óbyggðir verði skilgreindar og settar yfir þær sérstök stjórn óháð sveitarstjórnum eða að afréttum og almenningum verði skipað innan staðarmarka sveitarfélaga skv. sveitarstjórnarlögum. Verði seinni leiðin fyrir valinu, þ.e. öllu landinu skipt í sveitarfélög, fengju öll byggingarmál sömu málsmeðferð og hefur sú leið því ákveðna kosti umfram hina. Sú leið fellur einnig vel að þeim tillögum sem fram koma í frumvarpi til nýrra skipulags- og byggingarlaga, þ.e. að gert verði aðalskipulag fyrir öll sveitarfélög og allt land innan marka þeirra auk þess sem mikil áhersla er lögð á gerð svæðisskipulags fyrir mörg sveitarfélög í senn. Við gerð slíkra áætlana er nauðsynlegt að hafa upplýsingar um stærðir sveitarfélaganna og mörk þeirra inn á hálendi. Reyndar yrðu jöklar líklega að vera utan við þessa skiptingu til að byrja með þar sem þar er ekki einu sinni að finna rétt mörk milli landshluta. Slíkar upplýsingar ættu ennfremur að geta komið að gagni við sameiningarmál sveitarfélaga sem að öllum líkindum verða mikið til umræðu á næstu árum. Ný mörk sveitarfélaga eiga í engu ein og sér að breyta eignarhaldi, hefðbundnum upp- rekstrarrétti eða annarri nýtingu hálendis- ins. Gera þarf landnýtingaráætlun fyrir allt landið byggt og óbyggt þar sem tekið verði á hinum fjölmörgu þáttum sem snúa að nýtingu og vernd landsins. í skýrslu um Landnýtingu á íslandi og forsendur fyrir landnýtingaráætlun semgefinvar útímaí 1986 eru birtar niðurstöður nefndar á vegum landbúnaðarráðuneytisins sem var skipuð fulltrúum frá 15 aðilum, ráðuneytum og stofnunum. Þar er að finna á einum stað fjöldann allan af upplýsingum og ábendingum sem hafa komið mörgum sem um þessi mál fjalla að góðum notum. í lokaniðurstöðum sínum telur nefndin að fela eigi Skipulagi ríkisins að vinna að gerð landnýtingaráætlunar. Tvær nefndir verði skipaðar til að fylgjast með og vera til ráðgjafar við það verk. Önnur verði skipuð fulltrúum alþingis og hin fulltrúum þeirra ráðuneyta, ríkisstofnana og annarra aðila sem hagsmuna eiga að gæta við gerð slíkrar áætlunar. Niðurstaða nefndarinnar var samhljóða og í raun ekkert komið fram ennþá sem breytir þeirri niðurstöðu nema síður væri. í skýrslunni frá 1986 eru ábendingar um ýmislegt sem taka þurfi ákvörðun um og gera áður en hægt er að ráðast í gerð landnýtingaráætlunar. Þessu hefur hægt miðað en þó eru ákveðin atriði sem hafa skýrst ,t.d. varðandi framleiðslumál, fiskeldi, kortagerð og svæðisskipulag. í sumum tilvikum hafa forsendur frá því skýrslan var samin gerbreyst.s.s. varðandi nýjar búgreinar eins og loðdýr. Landnýtingaráætlun eða landsskipu- lag sem nær til allra þátta sem teknir eru fyrir í skýrslunni er ekki hægt að gera þannig að hægt sé að leggja það fram til samþykktar eða synjunar. Mikilvægt er að allir aðilar geri sér það Ijóst. Landnýtingaráætlun verður fyrst og fremst safn upplýsinga um forsendur fyrir áætl- anagerð og yfirlit yfir áætlanir hinna ýmsu ráðuneyta og stofnana. Slíkt safn upplýsinga verður ekki til nema með vitund og fullum vilja ráðuneytanna en ætti ef vel tekst til að geta orðið þeim sem að þessum málum vinna til ómetanlegrar aðstoðar. Landnýtingaráætlun þarf að vera í stöðugri vinnslu og endurskoðun miðað við breyttar forsendur. í landnýtingaráætlun verður að finna á hverjum tíma grundvöll fyrir stefnumörkun og ákvarðanatöku í hinum ýmsu málaflokkum og ábendingar um hvað gera þurfi til þess að geta betur samræmt áhrif þeirra ákvarðana sem teknar eru. Hjá Skipulagi ríkisins er nú verið að vinna að uppbyggingu upplýsingaþjónustu þar sem um verður að ræða söfnun, skráningu, geymslu og miðlun á gögnum og upplýsingum frá ýmsum stofnunum sem tengjast landnotkun og landnýtingu. Upplýsingaþjónustunni tengist tölvukerfi sem er byggt upp í samvinnu og samstarfi við bæði einkaaðila og opinbera. Með tölvuvæddu kortaupplýsingakerfi sem er í uppbyggingu hér á landi er komið kjörið verkfæri til að vinna að landsskipu- lagi sem nærtil hálendis og láglendis. Áður en hins vegar verður hægt að vinna markvisst að áætlanagerð fyrir hálendissvæði þarf að taka ákvarðanir um stjórnsýslulega skiptingu, hvort landinu verði skipt í sveitarfélög eða hvort hálendið verði sett undir sérstaka stjórn óháða sveitarfélögum. Slíka ákvörðun þarf að taka fljótlega. ■ 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.