Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Qupperneq 36

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Qupperneq 36
Hin góöu lífskjör á íslandi hafa til skamms tíma aö mestu leyti byggst á fiskveiðum. En svipull er sjávarafli og það höfum við íslendingar oft reynt í miklum sveiflum í okkar efnahagslífi. Að auki höfum við að undanförnu þurft að setja fiskveiðum okkar mörk vegna minnkandi fiskistofna og allt bendir til að svo muni verða um ókomna framtíð. Undanfarna áratugi hafa menn í auknum mæli beint sjónum sínum að hinni miklu orku sem hér rennur óbeisluð til sjávar eða er innibyrgð í jörðu niðri. Þar eigum við náttúruauðlindir sem geta gefið tekjur og stuðlað að bættum lífskjörum á íslandi. Fyrstu skref í þessa átt voru stigin á 7. áratugnum með byggingu Búrfells- virkjunar og Álversins í Straumsvík sem hófu starfsemi 1970. 1968 hafði Kísiliðjan við Mývatn verið tekin I notkun, en þar er hitaorka notuð til að vinna kísil af botni Mývatns. Síðan komu Sigölduvirkjun og Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga. Ýmsar ytri aðstæður hafa valdið því að ekki hefur enn orðið áframhald á uppbyggingu orkufreks iðnaðar hér á landi. Þar veldur mestu um að hörð samkeppni ríkir meðal þeirra þjóða sem hafa yfir orku að ráða. Af þjóðum í þessum heimshluta hafa Kanada- menn dregið til sín flest verkefni á þessu sviði á undanförnum árum. Uppbygging orkufreks iðnaðar hefur orðið heiftarlegt pólitískt deiluefni á íslandi. Það á auðvitað sinn þátt í því einnig að lengra hefur ekki verið gengið á þessari braut. Aðaldeiluefnið hefur að sjálfsögðu verið eignaraðild erlendra fyrirtækja að stóriðjuverum hér á landi. Rök fyrir þeirri stefnu hafa verið þau að við eigum nóg með þær fjárfestingar sem fylgja orkuverunum. Verksmiðjurnar kosta mikið fé í uppbyggingu og reynslan sýnir að sá rekstur er áhættusamur og skynsamlegast fyrir íslendinga að taka sem minnsta áhættu, en afla okkur tekna með raf- magnssölu, sölu á vörum og þjónustu og með skattlagningu. í hinum pólitísku deilum hafa önnur atriði einnig verið dregin inn í umræðuna. Ef menn t.d. kynna sér deilurnar um Álverið í Straumsvík má sjá að þeirri verksmiðju voru fluttar miklar hrakspár. Mengun átti að verða mikil frá verksmiðjunni og raunar leggja í auðn stór svæði í kringum hana. Því var haldið fram að slíkar verksmiðjur væru í eðli sínu láglaunafyrirtæki og í því sambandi vitnað til þess sem þekktist er- lendis. Þá var talið að rafmagnsverð væri alltof lágt og myndi íþyngja landsmönnum verulega. Þessi umræða var síðan endurtekin þegar deilt var um Járnblendiverksmiðjuna. Reynslan hefur sýnt að þessar hrakspár hafa ekki staðist. Mengun frá þessum verksmiðjum hefur ekki orðið til tjóns. Þær hafa reynst vinsælir og eftirsóttir vinnustaðir og launagreiðslur í hærra lagi. Tekjur af rafmagnssölu til ÍSALS hafa þegar greitt þann hluta Búrfellsmannvirkja sem iðjuverið notar. Eftir 5 ár verða öll mannvirkin uppgreidd með tekjum frá Álverinu í Straumsvík. Þá er átt við Búrfellsvirkjun, Þórisvatnsmiðlun, báðar Búrfellslínurnar, Straumsvíkurlínu, spennistöðina við Geitháls og gasafls- stöðina í Straumsvík. Þetta hefur m.a. leitt til þess að rafmagnsverð til almennings hér á landi hefur farið ört lækkandi á síðustu árum og mun enn lækka. Virkjanirnar malaokkurgull. Þessi reynsla kennir okkur að við íslendingar eigum að halda áfram á sömu braut. Það er athyglisvert að þrátt fyrir góða reynslu okkar af þeim verksmiðjum sem fyrir eru virðist gamla umræðan vera að endurtaka sig vegna þeirra stóriðju- framkvæmda sem nú eru til athugunar. Öll gömlu rökin eru endurtekin þó að reynslan kenni okkur annað. Auðvitað ber ýmislegt að varast á stóriðjubrautinni. Frá sjónar- miði þeirra sem hugsa öðrum fremur um arkitektúr og skipulag eru nokkur atriði sem huga þarf að. Staðsetning, sambúð við landið, umhverfismál og tengsl við byggða- stefnu eru atriði af þeim toga. Verða þeim nú gerð nokkur skil hér á eftir. Hvert stóriðjuver kallar á nýjar framkvæmdir í orkumálum og við undir- búning þeirra koma til athugunar þau atriði sem um getur hér að framan. Á vegum Landsvirkjunar hafa allmargir virkjunar- kostir verið rannsakaðir og virkjanir verk- hannaðar. Hefur í þeim efnum verið byggt á grundvallarrannsóknum Orkustofnunar. Segja má að til sé allglöggt yfirlit yfir alla virkjunarmöguleika vatnsorku á íslandi og hefur þá verið tekið fullt tillit til náttúruverndarsjónarmiða. Það eru auðvitað fyrst og fremst tæknilegar og fjárhagslegar ástæður sem valda því hvar orkuverin eru staðsett. Með pólitískum ákvörðunum er unnt að breyta út frá því. Það var gert þegar ákveðið var að byggja Blönduvirkjun og þeim rökum þá m.a. beitt að rétt væri að byggja stórvirkjun „utan eldvirkra svæða”. í raun voru það byggðasjónarmið sem þá réðu, en stækkun Búrfells var vafalaust hagstæðasti virkjunarkosturinn þá. Nú eru líkur á að Landsvirkjun standi frammi fyrir því verkefni að afla raforku fyrir 200 þús. tonna álver. Áætluð raforkuþörf slíkrar verksmiðju er um 2900 GWh. á ári og aflþörf um 340 MW. Reiknuð hefur verið út ódýrasta uppbyggingarröð virkjana sem völ er á til að mæta þessari orkuþörf. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvaða virkjanir þar er um að ræða og í hvaða tímaröð. Virkjanirnar eru auk Blöndu: Stækkun Búrfells, stækkun Blöndulóns, Fljótsdalsvirkjun, stækkun Kröflu, Nesja- vellir (tveir áfangar). Að mínu mati kemur ekki annað til greina en að fylgja ódýrustu virkjanaröðinni. Það á heldur ekki að valda neinum stjórnmálalegum eða byggða- pólitískum vandræðum, því að dreifing þessara framkvæmda um landið er eins heppileg og frekast er mögulegt. Frá sjónarmiði náttúruverndar eru allir virkjunarkostir ásættanlegir. Gera verður einnig ráð fyrir að Landsvirkjun haldi áfram að ganga frá virkjunum og virkjanasvæðum þannig að mannvirkin falli sem best að umhverfinu. Landsvirkjun hefur haft arkitekta með í ráðum um skipulag virkjunarsvæða og útlit mannvirkja. Lista- menn hafa fengið tækifæri til að setja svip á mannvirkin og nágrenni þeirra. Jafnframt hefur Landsvirkjun varið miklu fjármagni til uppgræðslu og annarra umhverfismála. Virkjanaframkvæmdirnar hafa þannig orðið til að auka gæði landsins og hafa fyllilega samræmst ýtrustu kröfum okkar um umhverfisvernd. Þegar staðsetja á stóriðjuver og huga að sambúð þeirra við landið og umhverfið koma upp mun fleiri álitamál en varðandi orkuverin. Byggðastofnun hefur gert ýmsar athuganir á áhrifum stóriðju á búsetu og vinnumarkað, en áður hafði svokölluð staðarvalsnefnd gert ýmsar athuganir á æskilegri staðsetningu stóriðju á landinu og þá miðað við mismunandi stærð iðjuvera. Nýjasta athugunin sem birst hefur er grein- argerð um könnun á áhrifum nýs álvers á höfuðborgarsvæðinu, í Eyjafirði eða Reyðarfirði. Sú greinargerð fylgdi frum- varpi til laga um raforkuver (breyting á eldri lögum) sem Alþingi hafði til meðferðar á s.l. vori. Sams konar greinargerð mun hafa verið unnin fyrir Keilisnes, Hvalfjörð og Þorlákshöfn, en hún hefur ekki verið birt. í fyrrnefndri greinargerð kemur m.a. fram að þegar 200 þús. tonna álver er fullbyggt muni starfa þar 645 menn. Jafnframt að mannaflanotkun við byggingu álvers og við virkjanaframkvæmdir fari hæst í rúmlega 1600 ársverk árin 1992 og 1993. Starfsemi þessi mun því hafa mikil áhrif á þeim stað þar sem stóriðjuver verður byggt og því er skiljanleg sú keppni sem upp er komin milli byggðarlaga um að fá slíka starfsemi til sín. Þegar þessi grein er rituð liggja ekki 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.