Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Qupperneq 44

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Qupperneq 44
UMHVERFISVERND og alþjóðleg samskipti GUNNAR G. SCHRAM professor Engin þjóð býr ein í heiminum. Allar eiga þær afkomu sína og hagsæld að einhverju leyti undir samskiptum við aðrar þjóðir. í þessum línum verður vikið að umhverfisvernd og að því hverju máli samvinnan við aðrar þjóðir skiptir í því efni. Þær hættur sem stafa að umhverfinu eru mönnum nú miklu Ijósari en var fyrir fáeinum áratugum. Hér á landi hefur vakningin í þessum efnum raunar átt sér stað á síðustu árum. Það sést best af því að ekki eru nema fjögur ár síðan fyrsta heildarlöggjöfin um varnir gegn mengun hafsins var sett hér á landi - og er þó hafið okkar helsta auðsuppspretta. Nú eru umhverfismálin orðin ofarlega á listanum yfir forgangsmál þjóðarinnar. Okkur hefur skilist að þótt landið sé stórt og það strjálbýlasta í álfunni eigum við þó við hinn sama umhverfisvanda að etja og stærri þjóðir. Engin þjóð getur fengist viðumhverf- ismál sín upp á eigin spýtur. Það stafar einfaldlega af því að mengun og önnur skaðleg umhverfisáhrif virða ekki manngerð landamæri. Af því leiðir að árangur í umhverfisvernd einnar þjóðar byggist oftast á samvinnu við aðrar þjóðir. Alþjóðasamvinna er því miklu mikilvægari á þessu sviði þjóðlífsins en mörgum öðrum. Við íslendingar erum þar engin undantekning, þótt við byggjum eyland norður í miðju Atlantshafinu. VERNDUN HAFSINS - SAMVINNA ÞJÓÐA Það gegnir að vísu nokkurri furðu hvað það tók þjóðir heims langan tíma að átta sig á þeirri staðreynd að umhverfisvandi einnar þjóðar verður oft á tíðum ekki leyst- ur nema í samvinnu við aðrar þjóðir. Gott dæmi um það er hafið, sem lengst af hefur verið alþjóðlegt svæði utan tiltölulega þröngrar landhelgi. Það var ekki fyrr en 1954 að fyrsti alþjóðasamningurinn var gerður til þess að koma í veg fyrir mengun hafsins - til þess að „fyrirbyggja óhreinkun sjávar af völdum olíu”, eins og hann heitir. Við íslendingar gerðumst fljótlega aðilar að þessum samningi eins og sjálfsagt var. Hér var fyrsta skrefið stigið og þjóðirnar voru fljótar að átta sig á því að hér var fundin rétta leiðin: gerð samninga til verndar sameiginlegu umhverfi mannsins, þar sem þær skuldbinda sig til að virða ákveðin hættumörk og forðast mengun lofts, lagar og lands. Ég nefni hér fyrst samvinnuna um verndun hafsins vegna þess að það skiptir svo miklu máli í þjóðarbúskap okkar íslendinga. Og raunar voru íslendingar fyrstir þjóða til þess að bera fram tillögur um varnir gegn mengun hafsins innan Sameinuðu þjóðanna, í hafnsbotnsnefnd samtakanna 1967 og á næstu árum þar á eftir. Árið 1972 voru gerðir tveir merkir samningar, kenndir við Osló og London, sem banna losun úrgangs og eiturefna í hafið. Við tókum þátt í undirbúningi þeirra beggja og höfum verið aðilar frá upphafi, enda Ijóst að úrgangur í hafinu, ekki síst sá geislavirki, getur tortímt fiskistofnunum sem við byggjum efnahag okkar á. Tveimur árum seinna var Þarísarsamningurinn gerður, sem takmarkar mengun hafsins frá uppsprettum á landi, en þaðan stafa um 80% mengunarvaldanna. Fjölmargir aðrir samningar hafa verið gerðir um verndun hafsins síðasta áratug- inn. Þeir endurspegla þá staðreynd að hafið verður aðeins verndað gegn spjöllum með samvinnu þjóða og samvirkri stefnumótun. Þeir verða ekki nefndir hér utan einn. Það er Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem gerður var 1982 og við fullgiltum 1985. Þar er að finna ítarlegustu og vönduðustu ákvæðin um verndun hafsins. Því miður hafa aðeins rúmlega 40 þjóðir fullgilt sáttmálann svo hann hefur ekki tekið gildi. ísland er 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.