Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Qupperneq 45

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Qupperneq 45
hitabreytingar í c° Temnerature change f'O 1 I Tölvulíkan þetta birtist í ársskýrslu Umhverflsstofnunar Sameinuðu þjóðanna 1989. Það sýnir líka spá um breytlngar á hltastigi í heiminum að vetri ef koltvísýringur tvöfaldast í andrúmsloftinu. Fram kemur að hiti gæti hækkað um 10-16 gráöur sums staðar í Norður - Evrópu, m.a. á íslandi. eitt Norðurlandanna í þeim hópi, sem sætir raunar nokkurri furðu. ÓSONLAGIÐ OG GRÓÐURHÚSAÁHRIFIN Sé nauðsynlegt að vernda hafið og auðlindir þess með alþjóðasamvinnu er það ekki síður brátt hvað andrúmsloftið og ósónlagið varðar. Skógardauðinn og fiskdauðinn í vötnum Norðurlanda sýnir svart á hvítu að mengunin, hið súra regn, berst langar leiðir sunnan úr álfunni. Cher- nobyl-slysið er annað dæmi, sem m.a. hefur valdið því að íslensk fjallagrös eru allt í einu orðin útflutningsvara þar sem slíkar jurtir eru orðnar óneysluhæfar í öðrum löndum. Raunar er það ekki fyrr en á síðustu árum sem þjóðir heims hafa ráðist á þennan hátt - eina raunhæfa háttinn - gegn loftmenguninni. Einn fyrsti samning- urinn sem takmarkar útblástur eitraðra efna í andrúmsloftið var gerður 1979 í Genf og erum við aðilar að honum. Á seinustu árum hafa menn áttað sig á hinum vaxandi gróðurhúsaáhrifum sem stafa að verulegu !eyti frá koltvísýringi og klórflúorkolefnum (CFC). Þeim til höfuðs var gerður alþjóðasamningur í Vínarborg 1985 og annar í Montreal í Kanada 1987 sem takmarkar mjög notkun þeirra efna sem eyða ósónlaginu í háloftum. Er það raunar ekki seinna vænna því á fundi aðildar- ríkjanna í London í júní s.l. var upplýst að um 15-20% eyðingu ósónlagsins er einnig að ræða yfir löndum á norðurhjara, þar á meðal Islandi. Að báðum þessum samningum erum við aðilar. Hafið og andrúmsloftið eru bestu dæmin um augljóst gagn alþjóðasamvinnu í umhverfisvernd og raunar eina helstu forsendu hennar. En það sama á við á mörgum öðrum sviðum. Dæmi um það eru reglur Alþjóðakjarn- orkumálastofnunarinnar í Vínarborg um rekstur kjarnorkuvera og meðferðgeisla- virks úrgangs. Annað dæmi sem hér má nefna til sögunnar er Baselsamningurinn svonefndi, sem takmarkar og bannar flut- ning eiturefna og úrgangs milli landa. Þróunarlöndin eru sum hver orðin ösku- haugur ríku landanna í Evrópu og Ameríku en það er skammgóður vermir. Gegn slíku atferli vinnur þessi samningur, sem þegar hefur sannað gildi sitt þótt nýr sé af nálinni. FRAUÐPLAST, HREINSI- EFNI, K/ELIEFNI, ÚTBLÁSTUR OFL. BRUNI, LANDBÚNAÐUR, GASLEKI, SORP OfL. SKÓGARHÖGG SEMENTS FRAMLEIÐSLA GAS OLÍA KOL Orsakir gróðurhúsaáhrifanna (heimild: IEA) FRAMTÍÐARVERKEFNI Fram til þessa höfum við íslendingar ekki tekið mikinn þátt í alþjóðlegu samstarfi að umhverfisvernd. Þrátt fyrir það höfum við haft mikið gagn af þeirri samvinnu eins og dæmin sanna. í framtíðinni ættum við að láta okkur hana meiru skipta. Það er vegna þess að einangrunin er okkur ekki lengur sú vernd sem hún eitt sinn var. Vandinn í íslenskum unhverfismálum verður margur hver ekki leystur nema í náinni samvinnu við aðrar þjóðir, bæði austan hafs og vestan. ■ 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.