Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Side 46

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Side 46
TryOOv«U> ibU00« ‘\v Vtaonlnturj í janúar s.l. efndu Selfosskaupstaöur og Skipulagsstjórn ríkisins til hugmyndasamkeppni um skipulag miðbæjar á Selfossi. Tilgangur samkeppninnar var að fá fram hugmyndir um uppbyggingu heilsteyptari miðbæjarkjarna sem ekki aðeins þjónaði Selfossbæ heldur öllum byggðasvæðum í Árnessýslu jafnframt því að í miðbænum væri myndað aðlaðandi umhverfi. 1 dómnefnd áttu sæti Bárður Guðmundsson, byggingar- fulltrúi, Karl Björnsson, bæjarstjóri, Valdimar Þorsteinsson, form. skipulags- og byggingarnefndar, Grétar Jónsson, bæjarfulltrúi, Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins, Þórarinn Þórarinsson, arkitekt og Páll V. Bjarnason, arkitekt. Alls bárust 14 tillögur. Fyrstu verðlaun, kr. 850,000, hlaut tillaga Þráins Haukssonar, landslagsarkitekts, FÍLAog Sigurðar Hall- grímssonar, arkitekts, FAÍ. í umsögn dómnefndar um þessa tillögu segir eftirfarandi: „Tillagan fellur vel að núverandi byggð. Miðbæjarkjarni er vel leystur og auðveldur í uppbyggingu. Umferð er nokkuð vel leyst en bílastæði virðast þó vera vanáætluð, t.d. við stjórnsýsluhús. Göngusvæði sunnan við stjórnsýsluhús og nærliggjandi byggingar ásamt útivistarsvæði eru vel útfærð og mynda góð tengsl við aðliggjandi svæði, t.d. Tryggvagarö. Önnur græn svæði og gönguleiðir eru vel leyst. Framsetning er með ágætum, skýr og greinargóö. “ Um grunnhugmynd tillögunnar segja höfundar: „Grunnhugmynd tillögunnar er bærinn við brúarsporðinn. Ölfusárbrú er hliðið að brúartorgi. Brúartorg er umferðartorg með miðju í skurðarpunkti hinna þriggja meginása bæjarins. Torgið safnar í kring um sig helstu byggingum bæjarins og dreifir umferðinni jafnt í allar áttir. Þéttasti byggingarkjarninn snýr sér frá umferðinni og að skjólgóðum bæjargarði, sem snýr vel við sól. “ ■ 44

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.