Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Page 49
ALÞJÓÐLEG VÍSINDASTOFNUN
Á ÍSLANDI
Arið 1982 setti undirritaður fram
hugmynd í námsritgerð um að athugað
væri hvort ekki væri tímabært að
Nóbelsstofnunin norræna færi að veita
umhverfisverðlaun. Bent var á að þau
gætu fyllt skarð sem umhverfis-
verðlaun Sameinuðu þjóðanna hefðu
skilið eftir sig er kostnaðarmaður
þeirra, Iranskeisari, fór frá völdum.
Ritgerðin færði rök að því að Island
væri hentugt heimaland slíkra
norrænna verðlauna, og að vísinda-
stofnun sem stæði að baki
verðlaununum væri að ýmsu leyti vel
staðsett á Islandi. Ritgerðin var send
ráðuneytum sem virtu hana ekki svo
mikils sem svars. Sjö árum seinna var
hún þó aftur á móti tekin upp í heild
sinni í skýrslu um „Kynningarátak
Islands” sem unnið var á vegum
forsætisráðuneytisins.
RANNSÓKNARSTÖÐ UM UMHVERFI
N-ATLANTSHAFS
Þegar nýi bandaríski sendiherrann,
Cob, kom til íslands 1989, benti hann á
að Island væri vel staðsett vegna
rannsókna á N-Atlantshafinu. Júlíus
Sólnes umhverfisráðherra hefur tekið
málið upp og er nú að leita eftir
samstöðu þjóða sem liggja að N-Atl-
antshafi við að koma slíkri stofnun á
fót. I áfangaskýrslu frá febrúar 1990
eru markmið umhverfisstöðvarinnar
talin: 1) að efla og samræma rann-
sóknir á umhverfisbreytingum á N-
Atlantshafi, 2) að fylgjast með um-
hverfisbreytingum, skilja eðli þeirra og
afleiðingar, 3) að veita upplýsingar um
ástand svæðisins og ráðleggingar um
vemdun þess og 4) að efla samstarf um
vemdun þess.
..MILENNIUM CITY“( kennd við
ÁRÞÚSUNDASKIPTIN ÁRIÐ 2000)
Snemma á þessu ári (1990) kom
fram hugmynd hjá þremur Bretum
um vistfræðilega einingu sem leggur
mikla áherslu á mikilvægi hafsins sem
framtíðar orku- og fæðuforðabúrs
mannkynsins. Höfundamir leggja til
að miðstöðin sé fljótandi, t.d. í firði þar
sem hægt er að nýta orku sjávarfalla og
þar sem auðvelt væri að vera með
fiskeldi í sjó. Ljóst er að hugmyndin
er í ýmsu mótuð eftir erlendum
forsendum þar sem land er dýrt og
nýting sjávarorku er með hag-
kvæmustu kostum, er tekur til orku-
linda sem endumýja sig stöðugt.
Grunnhugmyndin um einingu sem
væri sjálfri sér nóg um orku og
matvæli, en byggist ekki á að brenna
upp kolefnisbirgðum heimsins til að
afla þeirra, er góð. Mikill áhugi er
víða um heim að þróa slíkar
vistfræðilegar , .prótótýpur” og má
minna á að Einar Þorsteinn Ásgeirsson
er einn af aðalhönnuðum nýs
vistfræðilegs þorps í Danmörku.
Framlag Einars þar er aðallega
íbúðarkúlumar hans sem eru að hálfu
leyti garðar þar sem íbúamir geta
ræktað matvæli, en þessi glerhelmin-
gur kúlunnar er þar að auki „orkuver”
sem fangar sólarorku til hitunar
hússins. Svona kúla hefur verið reist á
Isafirði af garðyrkju-stjóranum þar, og
notar hún aðeins um 20% af þeirri
hitaorku sem venjulegt einbýlishús
þarf, og líkar reyndar í alla staði mjög
vel.
HÁBORG Á HÁLENDINU
Árið 1977 kynnti höfundur þessar-
ar greinar fyrst hugmyndir sínar um
„Háborg” á miðhálendi Islands.
Hvatinn að hugmyndinni var ekki síst
það hve miðja lands er sterk sem
staðsetning miðstöðvar og svo það að á
gróðursnauðu og illviðrasömu hálend-
inu væri andstæðan við „suðrænan”
reit með aldintrjám og tjömum undir
glerhjúpi - svo sterk að hún gæti
dregið að sér athygli heimsins. I seinni
tíð hef ég undirritaður reynt að þróa
hugmyndina enn frekar í vistfræðilegu
áttina. Sem módel sé ég fyrir mér
glerkúluna frægu sem lokað var fyrir
meira en áratug, en innan í henni var
komið fyrir vistkerfi plantna og lífvera,
sem er svo vel afstemmt, að C02/02
hlutfallið hefur haldist stöðugt og
lífsstarfsemi í gangi vegna innstreymis
sólarljóssins.
Af þessu einfalda módeli skiljum
við höfuðeinkenni þess lokaða vist-
ræna kerfis sem jörðin er; ef brennslu-
úrgangsefni lífveranna (C02) aukast
fram yfir það sem plöntumar ná að
breyta aftur í súrefni (02) endar þetta á
því, fyrr eða síðar, að vistkerfið deyr út
af vegna koldíoxíðmengunar. Til-
raunir með glerkúluna, - og Háborgina
í stærri mælikvarða,- geta veitt
mannkyninu nokkra öryggistilfinningu
því með henni er sýnt fram á að
mannkynið getur komist af innan gler-
vistrýma jafnvel þó yfirborð
jarðarinnar mundi breytast í eyðimörk,
sem líktist Sprengisandi, vegna
gróðurhúsaáhrifanna í framtíðinni. ■
f
47