Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Side 52

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Side 52
2500 m v. — Schmelzsee — Hugmynd Hans Staubers um virkjun Grænlandsjökuls. Þó textinn á myndinn sé á þýsku fer ekki á milli mála hvernig Stauber hefur hugsaö sér þessar virkjanir. Enn sem komið er mun virkjunarkostnaður of mikill til aö orkuverö gæti staðist samanbutrð viö núverandi olíuverð. Á Grænlandi vantar líka tilfin- naniega kaupendur aö allri orkunni. karlalegu skipulagi Chandigarh og Brasilíu. Ekki hefur neitt nýtt komið fram á þessu sviði síðasta aldarfjórðunginn þó ekki veitti af „perestrojku” í skipulagsfræðunum og eftirfylgjandi framkvæmdum. Hver veit nema opnun Austur - Evrópu og Sovétríkjanna hrindi slíkri þróun af stað. Hér á landi þekkjast frá fyrri tíð stórvirki á ýmsum sviðum. Sennilega er landnámið og landafundirnir mestu stórvirkin sem þessi þjóð getur státað af. Fornsögurnar eru svo kapítuli út af fyrir sig og koma þessu máli ekki við. Það er svo ekki fyrr en fyrir um hundrað árum að farið var að huga að einhverjum verklegum framkvæmdum sem standa undir nafni. Og miðað við fjárhagslegt bolmagn landssjóðs um aldamótin síðustu þá eru samgöngumannvirki sem ráðist var í fram að heimsstríðinu fyrra, brýr yfir helstu fallvötn landsins, Ölfusá og Þjórsá, og gerð hafnar í Reykjavík, sannkölluð stórvirki. Reykjavíkurhöfn kostaði um það bil ein og hálf ársútgjöld landssjóðs á sama tíma. Þó þetta sé e.t.v. ekki fyllilega sambærilegt við ríkisútgjöld nú á tímum hafa þessar Stonehenge á Englandi var reist 1800 - 1400 tyrir Krist. Árlega laðar mannvirkiö að fjölda feröamanna og undrast þelr slíka smíð. framkvæmdir verið risavaxnar og að tiltölu eru samgöngumannvirki nútímans, svo sem flugstöð og nokkur jarðgöng, harla ómerkileg. Margar aðrar framkvæmdir hérlendis frá fyrri tíð mega kallast stórvirki, bæði m.t.t. þess hve dýrar þær voru og ekki síður hve vel og fljótt þær voru unnar. Lagning símans á árunum 1905-6 var með ólíkindum þegar tekið er tillit til þess að allt efni þurfti að flytja á hrossum frá höfnum um vegleysur upp í óbyggðir. Og þeir sem unnu þetta verk voru að mestum hluta bændur, aldir upp við verkkunnáttu 19. aldar, og nokkrir útlendir stjórnendur, aðallega norskir. Þessir karlar hefðu ekki vílað fyrir sér að leggja „hund” norður yfir hálendið fyrir um 15 árum, þegar umræða um það mál var í gangi. Ekki eru síðri verk sunnlenskra bænda á árunum milli stríða þegar ráðist var í gerð Flóaáveitunnar á þriðja ára- tugnum eða þegar bændur í Þykkvabæ hlóðu fyrir Djúpós og bægðu þannig nær árvissum flóðum frá ræktarlandi sínu og komu upp kartöflurækt sem næstum dugar þjóðinni allri. Síðari tíma framkvæmdir hér á landi hafa verið bæði smærri í sniðum hlut- fallslega og það hefur tekið mun lengri tíma að Ijúka þeim. Að koma á sjónvarpi og dreifikerfi þess tók óþarflega langan tíma og meðan á verkinu stóð var sífellt kvartað yfir því hve skilyrði væru slæm og að seint gengi að koma öllu landinu í sam- band. Þó flugstöðin nýja við Keflavíkur- flugvöll hafi verið byggð á stuttum tíma þá er hún tæpast eins mikið stórvirki og mar- gar framkvæmdir fyrri ára. Aftur á móti hefur sú framkvæmd verið gagnrýnd ótæpilega og þá einna helst fyrir mikinn kostnað. Þá bætti nú ekki úr að málið var pólítískt þrætuepli bæði fyrir, á meðan og eftir að framkvæmdir stóðu yfir. Það virðist óhjákvæmilegt að upp komi deilur um meiri háttar framkvæmdir hér á landi og jafnvel þó mannvirkin séu ekki tiltakanlega stór. Fyrir nokkrum árum lögðu nokkrir verk- takar fram tilboð um stórátak í lagningu vega með bundnu slitlagi á skömmum tíma og mátti sýna fram á að slíkur framgangs- máti gæti sparað stórfé. Eins og við var að búast þá höfnuðu stjórnvöld þessu og þess í stað var haldið áfram með gömlu aðferðinni að leggja bleðil hér og bleðil þar, og er sú vegagerðaraðferð orðin föst hefð. Kannski er þetta einn af ókostum lýðræðis að stjórnvöld vilja ekki ganga um of á hlut einhvers en e.t.v. enn síður að einhver haldi að annar fái meira en hann - er skemmst að minnast bráðabirgðalaga sem sett voru nýlega um að ekki mætti hækka laun. HVAÐ ER í GANGI? HVAÐ ÞARF AÐ GERA? Mörg stórvirki bíða úrlausna og sum eru reyndar þegar á framkvæmdastigi. Eitt umfangsmesta verkefni sem nú er í gangi í heiminum, ergerð Ermasundsganganna. Því hefur verið haldið fram að rétti tíminn til að byrja á þeim hafi verið fyrir 30 árum. Nú er sem sagt verkið í fullum gangi og styður það vonandi orðtakið: „ Betra seint en aldrei”. 50

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.