Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Síða 65

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Síða 65
miuö9i Norræn ráðstefna um umhverfismenntun í Reykjavík 12.-14. júní 1991 Hér er birt til kynningar merki norrænnar ráöstefnu um umhverfisfræðsiu„Milj0 91”, sem Sigurður Örn Brynjólfsson hefur hannaö. Hugmyndir hans beinast að því aö merkið sé ekki aðeins óhreyfanlegt tákn heldur hafi það hreyfanleika sem bjóði upp á margvíslega notkun, t.d. teiknimyndir, myndasögur, auglýsingar, plaköt, bæklinga, minjagripi og stundatöflur nemenda. Merkið er hugsað sem rauður þráður í gegnum allt efni sem gert verður í tengslum við ráðstefnuna og að henni lokinni verði það áfram tákn fyrir umfjöllun um umhverfisvernd og umhverfisfræðslu, t.d. í dagblöðum, tímaritum, í strætisvögnum og á innkaupapokum. HVAÐER MILJÖ 91? Miljo 91 er norræn ráðstefna um umhverfisfræðslu sem haldin verður hér á landi 12.-14. júni 1991. Á áttunda áratugnum stóðu Norðurlöndin fyrir sameigin- legu átaki til að efla umhverfisfræðslu. í framhaldi af því var ákveðið að efna til ráðstefnu annað hvert ár til skiptis á Norðurlöndum. Fyrsta ráðstefnan var í Stokkhólmi 1983, önnur í Osló 1985, sú þriðja í Helsinki 1987 og sú fjórða í Kaupmannahöfn vorið 1989. Á þessum ráðstefnum hafa verið rúmlega 1000 manns. Þeim hafa fylgt umfangsmiklar sýningar og skoðunarferðir. Ríkisstjórn íslands hefur ákveðið að fimmta ráðstefnan verði í Reykjavík 1991. Þar mun fjöldi skóla, aðrar stofnanir, fyrirtæki og félög leggja sitt af mörkum og er þetta kærkomið tækifaeri fyrir okkur íslendinga til að efla umhverfismenntun hér á landi auk þess að miðla öðrum af reynslu okkar. Ráðstefnan stendur yfir frá miðvikudegi til föstudagskvölds. Stórfundir verða í Háskólabíói og minni fundir og sýning í Hagaskóla og Melaskóla. Tíminn var ákveðinn í samráði við fulltrúa hinna Norðurlandanna í undirbúningshópnum, en þeir eru tveir frá hverju landi. Boðið verður upp á ferðir út á land í kjölfar ráðstefnunnar þar sem m.a. verða heimsóttir skólar og stofnanir. Einnig verða skoðunarferðir um höfuðborgar-svæðið og í nálæg byggðarlög fléttuð inn í dagskrána. Reiknað er með um 800 þátttakendum. UNDIRBÚNINGUR RÁÐSTEFNUNNAR Gildi þessara ráðstefna er einkum að örva fólk til góðra verka, ekki síst fyrir hverja ráðstefnu með markvissum undirbúningi, m.a. með því að styðja og skilgreina efnileg verkefni í skólum og víðar sem síðan verða kynnt á sýningu og í dagskrá. Samstarfsnefnd fjögurra ráðuneyta hefur yfirumsjón með undirbúningi ráðstefnunnar. í nefndinni sitja Þorvaldur Örn Árnason, námstjóri í menntamálaráðuneytinu (formaður), Elín Pálmadóttir tilnefnd af félagsmálaráðuneyti, Hrafn V. Friðriksson tilnefndur af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og Gestur Ólafsson tilnefndur af umhverfisráðuneyti. Verkefnisstjóri, Sigurlín Sveinbjarnardóttir, hefur verið í hálfu starfi frá 1. sept. 1989 en er nú ráðin í fullt starf næsta skólaár. Dagskrá ráðstefnunnar er nærri fullmótuð. Lögð er áhersla á málefni sem tengjast sérkennum íslenskrar náttúru og atvinnu hátta. Sem dæmi má nefna hafið og nýtingu þess, gróðureyðingu og gróðurvernd, eldvirkni, nýtingu vatnsorku og jarðvarma. Af 13 þemahópum ráðstefnunnar verða 2 sem fjalla sérstaklega um skipulagsmál bæði í þéttbýli og dreifbýli. Hópar fagfólks vinna að mótun dagskrár og sýningar ráðstefnunnar enda stendur eða fellur hún með því að sem flestir leggi til vinnu og hugmyndir. Vitund uppvaxandi kynslóðar skiptir miklu máli, dagvistarheimili og skólar geta í samvinnu við heimilin og aðra breytt miklu um viðhorf til umhverfismála og þar eru margir þættir sem þarf að sinna betur. Munum að við höfum umhverfið að láni frá börnunum okkar. ■ 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.