Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Side 66

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Side 66
MALARNAM OG NATTURUVERND gamlar og nýjar hugleiöingar SVERRIR SCH. THORSTEINSSON jarðfræðingur í flestum skálaræðum undanfarinna missera hefur einn leiðtoginn eftir annan kryddað mál sitt með mikilvægi náttúruverndar eða umhverfisverndar eins og ögn virðulegra þykir að kalla þennan málaflokk, og er þessi þáttur gjarnan umbúðir um hina fjarskyldustu hluti. Minna má á að flestir, ef ekki allir stjórnmálaflokkarnir hafa eignað sér frumhugmyndir náttúruverndar með misstórum tillögubálkum að lögum og reglugerðum. Liggurvið, að málefnið hafi stundum kafnað í barnalegum metingi stjórnmálamanna um hver eigi heiður og lof skilið fyrir frumkvæðið. Um framvindu tillagna, framkvæmdir og útvegun fjár til athafna er hægt að vera stuttorður. Orðatiltækið „ í nös á ketti” dugir nokkuð vel. Allt er þetta heldur sorglegt í Ijósi þess, að sé einhver þjóð, sem þarf að taka þessa hluti alvarlega og láta framkvæmdir fylgja tali, þá eru það íslendingar. Það er nefnilega staðreynd að veðráttan á þessu eylendi leyfir ekkert kæruleysi í umgengni við gróður, dýralíf og jarðmyndanir hvers konar. Ef litið er aðeins nánar á einn þáttinn, jarðmyndanir, þá má fullyrða, að laus jarðset og berg til mannvirkjagerða eru með mikilvægari auðlindum landsins. Þessi auðlind er þó alls ekki ótæmandi frekar en fiskurinn í sjónum, eins og flestir eru nú loksins farnir að viðurkenna. Það er Ijóst, að í ört vaxandi þjóðfélagi, þar sem gerðar eru sífellt strangari kröfur um varanlegri mannvirki, er brýn nauðsyn að öll nýting lausra jarðseta og bergs verði vel skipulögð og að fullu sé tekið tillit til ströngustu náttúruverndarsjónarmiða. Mýmörg dæmi eru til um gróflega misnotkun jarðseta og nokkrar bergnámur eru einnig illa nýttar og óskipulega. Hráefnisþörfin er mikil og fer ört vaxandi. Notkun lausra jarðseta á Reykjavíkursvæðinu er mikil - varla undir 4-5 millj. rúmmetra á ári. Algengt er aö efnistilfærsla, að og frá, á einum húsgrunni nemi um 100 þús. rúmmetrum. Fylliefni í steinsteypu, malbik, gatna- og gangstígagerð auk grunnfyllinga vega stærst í þessu dæmi. Það er því augljóst að staðgóð þekking á námum, efnisgæðum, magni og aðstæðum er nauðsynleg forsenda þess að allir efnisflutningar verði sem hagkvæmastir, þ.e.a.s. að rétt efni sé sótt á réttan stað, á réttum tíma og rétt sé að vinnslu staðið. Sérhver kílómetri, sem hægt er að stytta flutningsleið úr og í námu, sparar tugþúsundir króna á einum degi. Enn er ástandið þannig í efnistöku, að segja má að hver sem er geti sótt hvað sem er nær hvert sem er! Ekkert heildarskipulag á landsvísu er fyrir hendi og nær engin samvinna um nýtingu. Reykvíkingar sækja talsvert af fyiliefnum til steinsteypu til nærliggjandi sveitarfélaga og reykvískri gróðurmold er ekið frá höfuðborginni til nágrannabyggðarlaga. Stofnun moldarbanka þ.e. varðveisla gróðurmoldar til nýtingar í næstu framtíð er löngu orðin aðkallandi, því óðum styttist í moldarþurrð á Reykjavíkursvæðinu. Á undanförnum misserum hefur þó heldur rofað til á þessu sviði. Stærstu aðilarnir á Reykjavíkursvæðinu, Vegagerð ríkisins og Reykjavíkurborg - Borgarverkfræðingsembættið, hafa um árabil haft innan sinna vébanda jarðfræðinga sem sinna þessum málum dável. Grundvallaratriðið er einfaldlega það, að vitneskja og þekking, sem byggist á niðurstöðum rannsókna - þarf að komast í áróðurs- og upplýsingaformi til hins almenna borgara. Skólun og fræðsla, strax á forskólastigi verður að vera kjölfesta í vitneskju hins almenna borgara á sviði náttúruverndar ásamt virðingu fyrir landi og lífríki. Freistandi er að geta þess hér, að á námsskrá svok. vinnuvélanámskeiðs Iðntæknistofnunar íslands var málaflokkurinn „Jarðfræði og náttúruvernd” fastur liður í rúman áratug og virtist falla í góðan jarðveg hjá mörgum duglegum jarðýtu- og dráttarvélastjórum. Þar var þeim sýnt í máli, myndum og á vettvangi, hvernig vinna mætti á hagkvæman hátt við berg- og jarðset og að fullu í samræmi við náttúruverndarlög. Þarna var komið á framfæri á einfaldan og ódýran hátt skilaboðum til manna, sem oft valda ævarandi skemmdum á náttúrufyrirbærum á minna en einni klukkustund, oftast vegna þekkingarleysis. Þessi kennsla féll niður án útskýringa. Til eru ákvæði í lögum og reglugerðum, sem ættu að halda þessum málum í réttum farvegi en það er hins vegar staðreynd, já sorgleg staðreynd, að öll þessi mál eru alltof laus í reipunum og alvarleg brot á gildandi lögum eru nær árviss atburður. í náttúruverndarlögum segir m.a.: „Malarnám, sandnám, grjótnám og gjallnám er hverjum manni heimilt til afnota á jörð sinni....” og „Eigi að flytja efnið burt til afnota annars staðar, þarf samþykki sveitar- eða bæjarstjórnar, sem beri málið undir náttúruverndarnefnd.” Einnig er talað um að Menntamálaráðuneytið setji með reglugerð nánari ákvæði um veitingu leyfa til efnisvinnslu á afréttum og almenningum. Augljóst er að þörf er á að endurskoða sitthvað í þessum ákvæðum t.d. hvort ekki verði skilyrt meir um efnisnýtingu í eignarlöndum. Viðskilnaður og frágangur á námum er kafli, sem mikil

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.