Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Page 72

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Page 72
Richard Long: FIVE STONES, ICELAND 1974 steinum saman í hringi eöa vöröur á afskekktum stööum. Long hefur komiö nokkrum sinnum til íslands (1972,1974 & 1988) til aö búa til slík verk. Að því loknu hefur hann Ijósmyndað þau og afmáö öll ummerki. [ dag eru verkin því aðeins til á Ijósmyndum Longs. HUGSMÍÐAR Þaö var aðallega innan SÚM-hópsins sem menn lögðu drög að umhverfisverkum með ýmiss konar náttúrulegu ívafi. Flest þessara verka urðu aldrei annað en drög eða hugsmíðar, áttu sennilega aldrei að verða annað. Önnur verk dagaði uppi vegna þess kostnaðar sem bygging þeirra hefði óhjákvæmilega haft f för með sér. Langar mig að rifja upp nokkrar þessara hugsmíða. Lesendur geta svo gert upp við sig hvort þeir hefðu viljað sjá þær allar í veruleikanum. Blómaskeið þessara hugsmíða í íslenskri myndlist er tímabilið 1967-1974. Þær fyrstu eru með andófskenndu yfirbragði, enda voru menn reiðir og róttækir á seinni helmingi sjöunda áratugarins. Á útisýningu á Skólavörðuholtinu árið 1967 sáði Þórður Ben Sveinsson til dæmis fræjum í mynd amerískrar orrustuþotu og lét náttúruna um að „Ijúka verkinu". Náttúran var listamanninum hins 70 vegar ekki nógu hliðholl, sennilega hefur jarðvegur á holtinu ekki verið góður. Allt um það spratt verkið ekki nógu vel. Á sömu sýningu var Kristján Guðmundsson með rúm-skúlptúr, sem eiginlega var hvorki rúm né skúlptúr. Þetta verk vildi listamaðurinn staðsetja úti í guðsgrænni náttúrunni, einhvers staðar þar sem ferðamenn gætu rekist á það af einskærri tilviljun. SKRÚFA UPPI Á ESJU Stuttu seinna sendi Magnús Tómasson íslenskri náttúrudýrkun langt nef með teikningum sínum af risastórri skrúfu, sem hann vildi staðsetja efst uppi á stolti og prýði Reykvíkinga, Esjunni. Við upphaf áttunda áratugarins varð þankagangur íslenskra listamanna smátt og smátt Ijóðrænni og margræðari. Hugmyndalistin leysti úr læðingi ótrúlegustu hugdettur og hugaróra, sem oft og tíðum fengu útrás í náttúrutengdum listaverkum. Flökraði þá (1972) að Þórði Ben Sveinssyni að búa til grænmetisgarð úr eftirtöldum efnum: fræjum, mold, regni, vindi, sól og sjálfum manninum. Við neyslu mundi grænmetið síðan breytast í „söng, liti, minningar o.s.frv.". Sama ár viðraði Þórður Ben aðra hugmynd á prenti, en í þetta sinn fyrir

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.