Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Síða 73

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Síða 73
Jón Gunnar Árnason, AÐ GERA SÓLINA BJARTARI, 1974. Hreinn Friöfinnsson: HLIÐ FYRIR SUNNANVINDINN, 1970. borgarlandslagiö. Teiknaöi hann „15 umbreytt götuskilti", sem koma átti fyrir í Reykjavík. Lýsir hann skiltunum á eftirfarandi hátt: „Skiltin vísa á fjarlæga staði í tíma og rúmi, t.d. skilti með mynd af himinhvolfinu, með upplýsingum um trúarlíf Babýlóníumanna, sól, tungl, stjörnuguðir. Skilti í umferðargötu með mynd af lóu í heiði, skiltið gefur frá sér hljóðið dí díí dirrin dí. Skilti sem benda á hænsnakofa í Dölum, með portretmyndum af hænunum sex og gaggi þeirra á segulbandi." HÚS FYRIR ALLAN HEIMINN Tilvísunin í „hænsnakofann í Dölum" er sennilega skeyti til Dalamannsins Hreins Friðfinnssonar, vinar Þórðar Ben og mesta Ijóðskálds SÚM-myndlistarmanna. Árið 1970 gerði Hreinn „hlið fyrir sunnanvindinn" einhvers staðar úti á berangri. Sneri hliðið þannig að sunnanvindurinn einn megnaði að opna það. Fylgdi hann eftir þessum óði til vindsins með húsi sem innihélt allan heiminn, hvorki ^eira né minna. í bók Þórbergs Þórðarsonar, íslenskur aðall, segirfrá Sóloni Guðmundssyni, gömlum manni sem átti þá ósk heitasta að byggja sér ranghverft hús, það er, þar sem útveggir sneru inn - og öfugt. Árið 1974 tók Hreinn sig til og byggði slíkt hús í hraunbolla, fjarri mannabyggðum. Um framkvæmdina segir hann: „(Húsið) er staðsett lengst úti í óbyggðum íslands, þar sem engin önnur ummerki um manninn er að finna. Húsið felur það í sér að allt sem „úti" er skreppur saman og rúmast innan fjögurra veggja. Allt sem eftir er, er „inni". Húsið rúmar því veröldina alla, nema sjálft sig." Umhverfisverk Jóns Gunnars Árnasonar, „Að gera sólina bjartari", er að vísu ekki eins áþreifanlegt, en þó ámóta stórbrotið. Listamaðurinn fylgdi því úr hlaði með eftirfarandi formála: „Sumsstaðar á íslandi nýtur ekki sólar langan tíma ár hvert. Þetta vakti með mér hugmynd um að gera sólina bjartari. Um vorið 1974 gerði ég umhverfisverk í Flatey á Breiðafirði, ég kom fyrir fjórum speglum sem sneru mót höfuðáttunum. Þegar sólin skín I speglana endurkastast geislar hennar til baka og hún verður bjartari. "Yngri listamenn hafa ekki gefið umhverfislistina alveg upp á bátinn. En hversu mikil um sig og áþreifanleg sem verk þeirra eru, eru þau samt ekki eins mikilfengleg í sér og hugsmíðar frumherjanna í SÚM-hreyfingunni. ■ 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.